Sunday, February 24, 2013

Byrjunin :)

Sæl öll, María Krista heiti ég og er mikil áhugamanneskja um mataræði og heilsu. Ég hef barist við fitupúkann í þónokkur ár en eftir lífstílsbreytingu fyrir um það bil 7 árum síðan þá hefur vegurinn legið upp á við. Mér finnst mjög gaman að elda og spá í mataræði og uppskriftir og nú upp á síðkastið hef ég verið að prófa lág kolvetna fæði sem virðist henta mér og fjölskyldunni vel. Hér langar mig að henda inn myndum og uppskriftum þegar vel liggur á mér svo ég geri ekki vini mína á fésbókinni endanlega vitlausa á matarmyndum og pælingum.

2 comments:

  1. Sæl Krista!
    Flottar uppskriftir, sem ég á eftir að tileinka mér til að auka tilbreytnina í mínum nýlega fundna LCHF lífsstíl.
    Ég er búinn að liggja á netinu og tína upp þennan fróðleik, eins og sést á þessari grein minni: http://www.gauiella.is/Feiti/Granni.html
    Nú er ég loksins farinn að finna eitthvað á íslensku og er búinn að bæta þér inn í greinina mína og tengja inn á þessa síðu.

    ReplyDelete