Monday, March 25, 2013

Þarf ekki alltaf að snúast um sukk !

Um helgina skruppum við í bústað fjölskyldunnar í Hólminum. Oftast hafa helgardvalir okkar þar snúist um matarsukk,fullum Bónuspokum af nammi, ófáum ferðum í bakaríið, borgara á Narfeyrarstofu, ís í Borgarnesi og ekki laust við að svíði undan móralnum þegar keyrt er í bæinn og bót og betrun lofað næsta mánudag !   
Að fara í bústað á LKL mataræði er með því betra sem við höfum reynt hingað til.
Við nestuðum okkur upp í Kjötkompaní í Hafnarfirði, sem ég mæli eindregið með. Keyptum okkur flottar nautafillesteikur og pylsur, Prima Donna ost og Parmesan. Já, veit, lúxus kannski en þetta var nú einu sinni frí, og dekurferð.


Vorum heppin með yndisveður, fórum í sund- og gönguferðir, kíktum á hugsanlega búbót í hænsnabúið og elduðum GÓÐAN mat, já það var nákvæmlega málið. Engin sukkþörf, bara gaman, létt og fljótlegt að elda og allir sáttir og sælir á heimleið undir Hafnarfjallinu í þetta sinn. Macadamiuhnetur og nokkrir bitar af 85% Rapunzel súkkulaði voru látnir duga í kvöldnasl og við lifðum það alveg af :)


Læt fylgja með eitthvað af því sem við prófuðum í þetta sinn. Morgunmaturinn var t.d. tilraun á örbylgjubollu sem var skorin í sneiðar, með léttsteiktu beikoni, örþunnri sneið af ferskju (má vera epli eða aprikósa, bara passa magnið) og Prima Donna ostur ( eða Parmesan)  rifinn yfir. Sett í ofn og brúnað. Hádegismatur, grillpylsur frá Kjötkompaníi,léttsoðið hvítkál steikt upp úr smjöri, hvítlauk, og beikonkurli (valfrjálst) steinselja, rjómasletta, pipar, og rifinn ostur. Ótrúlega gott og saðsamt. Nautafillet var svo bara gargandi snilld, steikt 2 1/2 mín á hvorri hlið, rjómasveppasósa, brokkolí steikt í smjöri og hvítlauk og gott ruccolasalat með. Ohhh nú langar mig að fara aftur í bústað !!!
No comments:

Post a Comment