Wednesday, March 13, 2013

Austurlenskt "spicy" súpukvöld

Tælensk með "ketó" ívafi

Þessi uppskrift er æðisleg þegar taka þarf til í ískápnum.

Innihald:

1 tsk maukaður hvítlaukur
1 gulur laukur
1-2  tsk engifer, rifið
2-3 tsk karrý
pipar,
rauðar chilliflögur, eða ferskur rauður ( eftir smekk )
kókosolía
vatn

kókosmjólk, 1 fjólublá Santa Maria ferna, eða 1 dós Dr Georg.
sítrónugras, 1 góður stilkur
steinselja, hálft búnt ca.
1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri ( eða bringur )
1/2 peli rjómi
1 tómatur

Aðferð:

Kókosolía sett í pott og látin hitna vel, kryddum og lauk skellt í pottinn og látið malla nokkrar mín niður, eða þar til ilmurinn fær flesta inn í eldhúsið.

Vatni bætt út í og þetta er látið malla í 10 mín ca.
Þá má setja bakkann með kjúklingalærum beint út í soðið. Að lokum bætist steinseljan út í og rjóminn. Látið sjóða 5 mín og sko, tilbúin fagurgul kjúklingasúpa.
Mæli með að prufa fleira grænmeti eins og sveppi, rauða papriku. Ekkert er alheilagt, nema helst engifer, sítrónugrasið, karrýið og kókos til að fá þetta góða austurlenska bragð.

2 comments: