Saturday, March 16, 2013

Blómkálspizza

Föstudagar eru ekki föstudagar án pizzu...
Blómkálspizzabotn
Það hljómar kannski undarlega en blómkál getur orðið að fínasta pizzabotni.
Það þarf ekki að bíða eftir að það hefist, það kostar lítið og fer afar vel í maga.
Mæli með að þið prófið. Lág kolvetnatala, góður ostur og prótein og næringarefni í eggjunum, hvað gæti verið betra.
 
Innihald:
1/ 2 stórt höfuð af blómkáli niðurtætt ( sett í öbbann í 8 mín)
1 stórt egg eða 2 lítil
1 bolli rifinn ostur, má nota hvað sem er, mozarella, parmesan,
blanda saman bara eins og maður vill
1 - 2 tsk oregano
Hvítlauksduft, maukaður, eða ferskur hvítlaukur eftir smekk, meira er betra.
1/2 tsk Himaleyasalt.
Hægt að bæta við 1-2 msk af möndlumjöli til að binda betur saman, en þarf ekki.
 
Örbylgjublómkálinu blandað saman við innihaldið í botninum og fletjið út á bökunarpappír, bakið í 15 mín á 200 gráðum. Takið botninn út, þegar hann er orðinn gylltur, setjið svo á hann það sem við á að éta:
 
Tillaga að áleggi:
 
 Tómatpúrra, góð frá Himneskri hollustu,
Krydd,
 Mosarellaostakúla,
Rucola,
Skinku,
Bacon,
chorizo pylsa (álegg svipað og pepperoni)
tómatur, einn er nóg.
Smurostur með pizzakryddi, nýtt á markaði og mjög gott.
Rauðlaukur
Aftur í ofn og svo njóta eftir sirka 10 mín á háum hita. ;) Bon appetit.

9 comments:

 1. Æðislegt Blogg hjá þér, takk fyrir að deila með þér :) en varðandi öbbann, er blómkálið í vatni eða eitt og sér?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Bara eitt og sér, leyfa því svo að kólna aðeins áður en eggjum og osti er blandað út í. Svo er líka hægt að búa til blómkálsmús en þá er kálið soðið í vatni, rétt látið fljóta yfir. Kem með uppskrift bráðlega af slíku.

   Delete
 2. Takk fyrir þetta, hlakka til að prófa :)

  ReplyDelete
 3. Sæl Krista,

  Frábært blogg hjá þér og margt mjög spennand og lítur mjög girnilega út hjá þér :)

  Ég prófaði pizzubotnin áðan og það varð voðalega lítið deig úr þessu til að fletja út og bakaðist lítið í ofninum og varð ekki krispý. Hvað gæti ég mögulega hafa gert rangt?

  Takk kærlega fyrir
  Þóra

  ReplyDelete
 4. Mmm þú gætir þurft meira af blómkáli, ég veit það sumir sleppa alveg að hita í örbylgjunni, en ef þú hitar það þá þarf það aðeins að kólna áður en egginu/eggjunum er bætt í, sniðugt að hræra samt ostinum út í strax þá byrjar hann að bráðna út í blómkálið og kælir fyrr niður. SVo hef ég lagt smjörpappír yfir þegar ég flet út, betra að rúlla þannig deiginu út. :) Prófaðu aftur :) og bleyttu bara betur í blöndunni með auka eggjahvítu t.d. eða olíu ef þetta virkar of þurrt.

  ReplyDelete
 5. Æðisleg uppskrift, geggjuð útkoma. Sleppti örbylgj, smellti öllu í matvinnusluvél með 2 kúlum af heimagerðri mozarella og þvílíkt sem þetta sló í gegn hjá öllum. Nú þarf bara að komast á "blómkálssamning" því nú verður ekki gerð önnur gerð af pizzu á þessum bæ :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. ÆÐI!!
   Er að gera tilraun as I write...ætla að sleppa því að ölla líka :)

   Delete
 6. Vá hvað þetta kom skemmtilega á óvart!!! Frábær uppskrift

  ReplyDelete
 7. Hvað er þetta fyrir marga? :)

  ReplyDelete