Saturday, March 16, 2013

Brauðbollur í morgunsárið

redding á 15 mínútum.

Mér finnst ég stundum heyra á fólki að það miklar fyrir sér, innihald, fyrirhöfn og fleira þegar kemur að mataræði. Í morgun voru góð ráð dýr því sonurinn átti ekki til glúteinlaust brauð í nesti og rifni osturinn var búinn á heimilinu sem er líka hægt að nota í þessa uppskrift.
Hægt er að skipta út flestum innihaldsefnum fyrir annað svipað með góðum árangri svo ekki gefast upp.
Brauðbollur á 15 mín
Þessum bollum ...var reddað með
Parmesanosti úr bauk og rjómaosti.

Innihald:
 
3 egg
1/2 - 1 dl kókoshveiti (eða 3 dl möndlumjöl)

2 góðar msk rjómaostur
ca 1 dl af parmesanostakurli

( orginal uppskriftin er 3 dl rifinn ostur)
2 msk mæjó
2 msk Husk
pínu salt.
1 dl af blönduðum fræjum, nota það sem til er, td. kúmen, sólkjarnafræ, graskers, hörfræ bara það sem er í skápunum.


Þessu var blandað saman í einni skál ( ekkert hrærivélavesen)
dúmpað með skeið á bökunarpappír og í ofn 200 gráður í 10 mín,
tók sirka 15 mín að útbúa á meðan börnin klæddu sig fyrir skólann. Snilld.

11 comments:

 1. Sæl Krista, hvar kaupir maður kókoshveiti. Bkv. Kristín

  ReplyDelete
  Replies
  1. Síðast keypti ég Kókoshveiti frá Dr Georg í Lifandi Markaði, í Kópavogi. Vona að það fáist enn þar. Fljótt að seljast upp. Þarft mjög lítið af því samt svo það dugar vel.

   Delete
 2. Takk kærlega fyrir þetta :o)

  ReplyDelete
 3. ef ég á ekki til Husk....hvað nota ég þá í staðinn?

  ReplyDelete
  Replies
  1. áttu hörfræmjöl, Flax seed meal ? það er fínt í staðinn,þetta eru í rauninni bara trefjar og hjálpa til við lyftingu og gefa gott bragð :)

   Delete
  2. sæl aftur.... heyrðu nei ég á það ekki heldur :( ég þarf greinilega að verða mér úti um ýmislegt hráefni ;) gallinn við að búa úti í sveit er að það fæst ekki allt í staðarsjoppunni :/

   Delete
 4. Sæl. þegar þú talar um parmesanostakurl ertu þá að meina bara rifinn ferskur eða í svona dollum sem fást í kælinum í bónus?

  ReplyDelete
 5. Já svona í dollum er fínt, ferskur er líka ok en það er meira spari

  ReplyDelete
 6. Takk kærlega fyrir þessa uppskrift og fleiri :) ert alveg að hjálpa mér að halda mér í lkl með þessum æðislegu brauðbollum. Þú ert með æðislega flotta síðu með fullt af flottum uppskrifum. Kv. Viktoría

  ReplyDelete
 7. Hvađ er hægt ađ nota ì stađin fyrir rjómaost og mæjónes?

  ReplyDelete