Monday, March 18, 2013

Út að borða

Þegar fylgja skal ákveðnu mataræði þá getur félagslegi þátturinn virkað pínu snúinn.
Hvað má borða í veislum, hvert má fara út að borða og svo framvegis, en örvæntið ekki.
Veljið staði sem bjóða upp á fjölbreyttan matseðil, mæli kannski ekki með pizzustöðum en langflest veitingahús bjóða upp á einhverssonar kjötmeti, sósur, salöt og fisk svo þá þarf bara að velja rétt og breyta réttum ef þarf.

Eftir yndislega fermingaveislu í gær skunduðum við fjölskyldan á Gamla Vínhúsið sem er í Hafnarfirði. Úrval veitinganna í veislunni var fjölbreytt svo við gátum fundið okkur osta, jarðaber og rjómakaffi til að narta í en ef þú ert í mataræðinu af alvöru þá færðu þér ekki marengetertu og sykur bara til að vera kurteis og ég held að flestir skilji að vel, ekki frekar en að bjóða alkóhólista upp á sjúss !  Ég leyfði mér þó eitt snoturt rauðvínsglas á veitingastaðnum því það var "hóf" og léttvín er gott í hófi og nánast ómissandi með góðri steik.


Matseðillinn var spennandi en auðvitað innihélt hann kolvetnaríka hluti eins og kartöflur, brauð, pizzur og fleira. Við völdum okkur því Carpaccio, með parmesan og rucola í forrétt og svo var Nautasteikin með bernaise fyrir valinu í aðalrétt. Það á ekki að vera mikið mál að biðja um extra grænmeti í stað kartöflunnar sem við gerðum og ef brauðkarfan er of freistandi þá bara biðja um að koma ekki með hana á borðið. Þetta skilja þjónarnir vel.

Mæli með þessum hlýlega veitingastað Gamla vínhúsið í hjarta bæjarins, fáránlega hagstætt verð, fagmannleg þjónusta og maturinn geggjaður, skál.

Aðrir staðir sem ég mæli með eru Saffran / velja sér t.d. Cesarsalat sem LKL vænt.
Serrano / fá sér salat í skál og sleppa grjónum og baunum en flest annað er í lagi, sýrður rjómi og guacomole, kjúklingur eða steik, ekkert að þessu. American style / steik með bernaise, eða steikarsalatið, kjúklingasalat, kjúklingabringan, eða hamborgara með beikoni og eggi, bernaise og sleppa brauðinu ! Minnsta mál. 
Steikarhúsin eru svo mörg og góð og um að gera að spyrja um innihaldið í sósunum og þessháttar. Þú átt alveg rétt á því.

No comments:

Post a Comment