Friday, March 22, 2013

Hvað ertu eiginlega að borða ?


Jæja nú er helgin að detta í hús og þar sem ég er oft spurð hvernig venjulegur dagur lítur út hjá mér þá ákvað ég að skella inn sýnishorni um hvernig ég borða yfirleitt og það er ýmislegt í boði. LKL þarf ekki að vera einhæft og snýst ekki bara um beikon og egg, rjóma og smjör eins og margir halda.
Magnið er heldur ekki svo mikið því líkaminn fer fljótlega að læra sín mörk og maður fer að segja nei takk ég er bara södd !! , já svona eins og litlu krakkarnir gera enda er ekki séns að koma meiru ofan í sig. Eins og sumir kannast við hjá sér sjálfum, þá gat ég endalaust nartað í matinn þótt mallinn væri löngu mettur. Í mínu tilfelli er það ekki möguleiki núna, ekki á þessu mataræði :)

Hér er dæmi um 3 gerðir af morgunmat.  1) Oopsies með mozarella, basiliku, tómat og smá olíu.
2) Léttsteikt 2 egg, spínat, beikonkurl og pínu spergilkál, en ég æfi á morgnana og því viturlegt að taka út stærsta kolvetnaskammtinn í kringum æfingar og þetta er í uppáhaldi, eða sleppa spergilkálinu og fá mér lítið avocado. 3) Öbba bolla með smjöri og osti eða soðnu eggi, eggjasalati eða öðru áleggi.
 Hér er dæmi um 3 gerðir af hádegismat. 1) Nautasalat: afgangur af steik t.d. baunaspírur, salat, avoacado og caesardressing ( parmesan, mæjó, sinnep, pipar, sítrónusafi,worchestersósa, hvítlaukur ) 2) Eggjamúffur: paprika, egg, rjómi, rifinn ostur, krydd.Þetta er bakað í ofni, avocado sem meðlæti 3) Kjúklingasalat: blandað salat, grillkjúklingur, karrýsósa, (mæjónes, karrý, sýrður rjómi og pipar).

Hér er dæmi um 3 gerðir af kvöldmat. 1) Kjúklingabringa með beikonkurli, sveppasósu og brokkolí steiktu í smjöri 2) Eggjaommiletta með beikoni, steinselju og lauk 3) Svínajötbollur með alfaspírum og ruccola, brokkolí steiktu í smjöri og sellerírótar"chips" rjómasveppasósa yfir allt, jumm.
 Kjötbolluuppskriftin er fengin úr bókinni hans Gunnars Más svo ég mæli eindregið með að þið kíkið í næstu bókabúð áður en hún selst upp.Hún trónir víst efst á metsölulista Eymundson að mér skilst þessa stundina. Snillingur Gunni !  Svo er hægt að kíkja á LKL klúbbasíðuna á facebook.
Eigið góða helgi elskurnar og fáið þið ykkur eitthvað gott að borða.

6 comments:

 1. Langar til að þakka þér fyrir snilldarsíðu, dásamlegt að fá að fylgjast með þér og öllum þessum girnilegu uppskriftum. Kv Katla LKL nýgræðingur.

  ReplyDelete
 2. :) takk fyrir það, ég var að drukkna á facebook í vinabeiðnum vegna matarmynda sem ég var aðallega að pósta mér til halds og trausts en það er bara æði ef fólk fílar þetta bras mitt :) gangi þér vel á LKL brautinni

  ReplyDelete
 3. Oh frábært að fá þetta. Ég er orðin mikill aðdáandi að þessu bloggi:) Prófaði öbbabolluna og í fyrra skiptið hlýtur hún að hafa verið of lengi í ofninum. Var öll holótt og þurr. Átt ekki Huskið heldur. Reyndi aftur í dag með mun betri árangri og hafði hana í tæpar tvær mín. En hún er meira gul á litinn hjá mér ...er það kannski bara á myndinni sem þín lítur út meira eins og "alvöru" brauð?

  ReplyDelete
 4. manst að bleyta með rjómanum. möndlumjölið gerir þær brúnni, kókoshveitið gulara.Og já 2.30 er alveg nóg en það þarf að hræra þetta vel með gaffli.

  ReplyDelete
 5. lumaru á góðri uppskrift af smoothie í morgunmat og þá úr Nectar-próteininu?

  ReplyDelete
  Replies
  1. http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/p/millimal.html

   Kíktu í millimálskaflann hér til hægri, linkur á nokkrar uppskriftir þar ;)

   Delete