Tuesday, March 26, 2013

Karrýsteiktur fiskur í sesamraspi

Ó mæ, það sem fiskurinn okkar er ótrúlega góður. Ég ákvað að taka ýsusnúning í kvöld eftir góða kethelgi og fyrir valinu varð karrýsteiktur fiskur í sesamraspi og brokkolíklattar on the side. Ég held hreinlega að ég eigi einhverja indverska forfeður þar sem karrý er í endalausu uppáhaldi hjá mér. Toppaði þetta með hvítlaukssósu og lime. Mmmmm geggjað.

Karrýfiskur í sesamraspi:
 
Ýsuflök ( 700 gr)
 
Rasp:
1 dl sesamfræ
4 msk möndlumjöl
1 msk karrý
sítrónupipar eftir smekk
salt og pipar
 
Blandið raspinu saman í grunnum disk.
Pískið eitt egg út í djúpum disk og þynnið með smá rjóma
 
Skerið ýsuflökin í hentuga bita og veltið upp úr eggjahrærunni, veltið upp úr raspinu
og steikið svo á pönnu með smjöri.
Gott að steikja 1/2 til heilan rauðlauk með í smjöri til að hafa með.
 
Ég setti bitana svo í eldfast fat og stráði yfir rifnum osti bara svona af því það má og það er æðislegt.
Skellti fatinu í ofn í nokkrar mín undir grillið.
 
Með þessu bar ég fram brokkolíklattana sem má finna í uppskriftakaflanum.
Pínu spínat og ólífuolía settu svo punktinn yfir i-ið :)
 
Sósa:
 
3 msk mæjónes
3 msk  grísk jógúrt
1 tsk hvítlauksmauk úr krukku
salt og pipar
1-2 dropar stevía
kreistið pínu lime eða sítrónusafa út í
kryddið t.d. með oregano, dilli eða myntu sem ég gerði í þetta sinn.
Ferskt og gott...  
 
 
 

2 comments:

  1. Það fæst í krydddeildunum yfirleitt, frá mismunandi fyrirtækjum td. ORA og svo frá Blue Dragon

    ReplyDelete