Wednesday, March 20, 2013

Kúrbítspasta og kökukvöld

Ég veit að ég er ansi dugleg að pósta núna, en það er bara af því ég er að fríka út af gleði í eldhúsinu. Það er svo gaman að prófa "leyfilega" rétti og úrvalið er svo mikið að hálfa væri helmingur.


Hef sjaldan verið á svona skemmtilegu mataræði og hver dagur er ótrúlega spennandi.
Alltaf gaman að velja rétt dagsins og prufa sig áfram á "vesalings"heimilisfólkinu.
 
Í gær prufaði ég "Kúrbítsspaghetti" hef aldrei kunnað neitt sérstaklega vel við þetta grænmeti, finnst það minna á gúrkur sem ég get hreinlega ekki, ennþá ! En þarna var smjör í uppskriftinni sem ég rakst á og aðlagaði að LKL/Ketó stílnum. Niðurstaða : GEGGJAÐ gott. Hægt að breyta svo innihaldinu í pastanu að vild, t.d.nota beikon, sveppi og fleira en svona leit þetta út.
 
Innihald:
2 Kúrbítar ( þessir grænu )
2 msk smjör
1-2 hvítlauksgeirar ( elska hvítlauk )
5 msk furuhnetur/ macadamiuhnetur enn betri að mínu mati
1 lúka fersk steinselja
½ lúka fersk basilika
4-5 st vorlaukar
1 dl rjómi
1 skvetta hvítvín / hvítvínsedik
cayenne pipar á hnífsoddi
salt og pipar
Rifinn parmesan sem stráð er yfir tilbúinn réttinn.


Skerið kúrbítinn í strimla, með grænmetisskrælara, hægt að fá sérstakt "spaghetti" rifjárn fyrir kúrbít.
Saltið vel og leyfið vökvanum að síast út, gott að kreista svo vel vökvann úr "spaghettiinu"
Bræðið smjörið í pönnu og ristið hneturnar í 1 mín. Setjið til hliðar.
Saxið hvítlauk, kryddjurtir og vorlaukinn smátt, Steikið fyrst laukinn aðeins, og svo kúrbítsspaghettíið í góðri klípu af smjöri.
Hellið svo kryddblöndunni og rjómanum, hvítvíni/edik, saman við og leyfið þessu
að krauma í nokkrar mínútur.
Rífið parmesan ost yfir eða notið parmesanost úr bauk.
Þetta passar vel með kjúkling, eða sem aðallréttur.
Ég notaði hér með tilbúnum grillkjúkling. Fljótlegt og æðislegt.

Til frekari fróðleiks
Kolvetni í þessum skammti reiknaði ég sem svo :
Kúrbítur, 8 g netcarb.
Hnetur 2 g netcarb.
Vorlaukur 1 netcarb.

Annað er óverulegt, s.s. 11 g netcarb og þessu deildum við 3 saman.


Dóttir mín (aðstoðarkokkur heimilisins) benti mér svo á eina æðsilega kökuuppskrift sem við urðum að prófa og útkoman var mjög góð, gaman að prófa avocado í kremið og þurftum við auðvitað aðeins að breyta og fikta í hlutföllunum.
 
 
Hér er uppskrift af þessari dásemd.
 
Súkkulaðikaka með avocadokremi
50 g kókoshveiti eða 100 g möndlumjöl
½ tsk matarsóti
2 msk gott kakó / green black t.d.
1 msk Fiber husk
1/2 tsk salt
1 tsk kaffiduft
1 tsk vanilludropar eða duft
1 dl rjómi
3 msk sætuefni Erythritol eða xylitol, stevía
6 egg (3 egg eru nóg ef þú notar möndlumjöl)
50 gr bráðið smjör

Blandið þurrefnum saman í skál.Pískið saman eggin og rjómann og blandið þurrefnum út í.
Smakkið til sætuna og bætið við ef þið viljið hafa kökuna sætari.
Hellið kökunni í smurt hringlaga form, ágætt að hafa smjörpappír í botninn
Bakið í 180 gráðum í 20-30 mín, passið bara að ofbaka ekki.
 
Kremið góða
1 1/2 þroskað avocado
2 msk kakó
2 msk sætuefni Erythritol eða xylitol, stevía
1 tsk vanilludropar eða nota smá möndludropa sem er æði.
 
Blandið öllu saman með töfrasprota eða í mixer þar til kremið er mjúkt og kekkjalaust
smakkið til, má setja bragðefni út í ef það hentar, möndludropa, kardemommudropa, valfrjálst.
Smyrjið á kökuna, best þegar hún er búin að standa í kæla í smá tíma.

7 comments:

 1. Hæhæ þarf maður að nota fiber husk í kökuna ?

  ReplyDelete
 2. Nei það breytir ekki öllu..svo litið magn

  ReplyDelete
 3. Sæl
  Ég var að baka þessa áðan ætlaði að reyna að vera með eina holla í afmælinu ég setti hana í springform er það of stórt fyrir hana því hún lyfti sér ekki einu sinni 1 cm en hún er ekki bragðvond. En þín er svo þykk og flott

  ReplyDelete
 4. notaður þú 6 egg ? og þeyttir þau vel ?

  ReplyDelete
 5. Ég notaði 3 egg af því að ég var með möndlumjöl ekki kókoshveiti þeytti þau en kanski ekki neitt rosalega mikið getur það verið ástæðan ?

  ReplyDelete
 6. hmm gæti verið, ég þeyti alltaf egg vel og eftir að þurrefnin blandast í þá helst þeyti ég ekki meir, bara velti þessu saman við svo loftið fari ekki úr eggjunum. Prófaðu það næst :)

  ReplyDelete