Monday, March 18, 2013

Ommiletta með ítölsku ívafi

 
Eggin búin, hvað skal gera nú ?

Lenti í smá lúxusvandamáli í morgun, eggin búin og ískápurinn eitthvað þurr á manninn. Fann þó beikon, rucola og eggjahvítubrúsa innst inni í einni hillunni og ákvað að taka ítalskt twist á morgunmatinn. Steikti 3 krúttlegar beikonlengjur á pönnu, hellti svo eggjahvítunum út á, pipraði vel og þegar omman var orðin vel steikt á annarri hliðinni, velti ég henni yfir í einskonar hálfmána. Reif parmesan ost yfir, kryddaði með ferskri steinselju, ( ekki nauðsynlegt en voða gott ). Þetta fékk svo að malla þar til osturinn bráðnaði, öllu vippað yfir á rucolabeð og nýju Avocado olíunni "drizzlað" yfir. Che bella !, hvað þetta var gott.


No comments:

Post a Comment