Tuesday, March 19, 2013

Perludagar

Nú fara fermingarnar að nálgast óðfluga og einhverjar nú þegar búnar. Perlur eru alltaf klassík og hér sit ég alein í ró og næði og mála perlur eins og enginn sé morgundagurinn. Skartgripir eru sem sagt að fæðast í sveitinni fyrir næsta opna hús hjá Kristu. Það er ósköp notalegt hérna, kaffibolli og Pink hljómar í i-podinum.
Gæti vel hugsað mér að skella í þessa gulrótarmuffins í kaffitímanum.
 
 
Gulrótarmuffins
KETO/LKL style, sykurlaus, hveitilaus og nánast allslaus :)

1/2 rifin gulrót ( geyma smá í skraut) ca 20 gr í þessari köku
 1 tsk muldar valhnetur eða pecanhnetur
 ponku himalayasalt
 1 -2 tsk af Erythrol eða Xylitol sætuefni.
 1 egg
 2 tsk rjómi
 1 tsk kókoshveiti
 1/2 tsk kanill og 1/2 negull
 1 tsk Husk ( valfrjálst )
 1/2 tsk vanilludropar

Þessu er blandað vel saman með gaffli má gera þetta í bolla sem þolir örbylgjuofn.
 Ef blandan er mjög þykk þá mætti þynna aðeins með vatni eða rjóma. Sett í örbylgjuofn á hæsta styrk í 2.30 mín. Tekið út og látið kólna.

Krem:
rjómaostur
 smá sítrónusafi
 sætuefni að eigin vali (erythrol er mjög gott)
 vanilludropar
 smakkast til eftir smekk,
Skreyta með gulrótakurli og einni sætri hnetu.
Sykurlaus, hveitilaus og ekkert nema góðar og hollar fitur.

Og talandi um fermingar og gjafir....

Fyrir þá sem gefa aur og vilja gera sniðugt kort þá er hér ótrúlega skemmtileg aðferð
sem auðvelt er að gera með smá æfingu. Eina sem þarf er viðeigandi aur, karton, skæri og pínu límdoppa. Hér er myndband sem útskýrir þetta nánar.
Festið skyrtuna utan á kort og ef það eru fleiri seðlar í kortinu þá fara þeir inn í umslagið :)


 
 

2 comments:

 1. Hæ þetta er svo girnilegt hjá þér, en segðu mér hvar fær maður kókoshveiti?
  Bkv. Guðbjörg

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl ég keypti síðast Dr Georg hveiti í Lifandi Markaði í Kópavoginum. Endilega drífa sig, hringja kannski á undan :) þetta selst hratt.

   Delete