Thursday, March 21, 2013

Skálaskreytingar

Jibbí jei, loksins, nokkrum vikum eftir skreytinganámskeið hjá Auði Skúla, þá tókst mér á einhvern óskiljanlegan hátt að finna tíma í að skreyta eina skál sem ég ætlaði að vera búin að fyrir löngu. Mæli svo sannarlega með henni Auði og heimasíðunni hennar sem er algjör perla. Gaman að gera eitthvað alveg nýtt öðru hverju. Nú á ég þessa fínu skál undir eggin sem liggja hér í bílförmum. Næst þarf ég bara að finna nokkra auka tíma í sólarhringnum til að klára hinar 5 skálarnar ... o boy!! Ef þetta kallar ekki á ommilettu... svei mér þá.
Kíkið líka á www.kalklitir.com      
Get auðvitað ekki sleppt því að pósta matnum sem var "sjanghæaður" á núll einni þar sem dagurinn fór í skálagerð og crossfitæfingu.

Við húsbandið skiptum á milli okkar einum borgara með osti og beikoni, skorinn yfir salat, pínu köld bernaise, "Toppsósa", avocado og hamburger dill chips frá Mt Olive, úr Kosti. Með þessu gerðum við svo blómkálshvítlauksbrauðið góða með afgang af chorizo pylsu og pínu villisveppaosti. Þetta var nú ekki svo slæmt skal ég segja ykkur. Eigið gott kvöld..

3 comments:

 1. Algjörlega frábær síða!!
  Ekkert smá góð fyrir nýgræðing einsog mig :)

  Kær kveðja

  ReplyDelete
 2. Takk mín kæra, svona komment halda manni við efnið ;)

  ReplyDelete
 3. jeijj!!! svo fallegt hjá þér klára kona, og svo ótrúlega gaman fyrir mig að sjá þetta ;)
  ...og btw mm mmm hvað maturinn er girnó!! :D
  eigðu góða helgi,
  kv. au

  ReplyDelete