Sunday, March 17, 2013

Sunnudagsbrunch

Hvað er betra en nýbakað bakkelsi og kaffi á sunnudegi í svona dýrindis veðri.


Hér erum við með vöfflur úr bókinni hans Gunnars, LKL og  Oopsies sem eru samsettar, úr 3 eggjum (þeyta hvítur sér, rauðurnar þeyttar með 100 gr rjómaosti og salti, gæti ekki verið einfaldara og mjög fljótlegt, tekur því ekki einu sinni að fara í bakaríið :)  Bakað í 180 gráðum í 10 -15 mín.

Kaffibollinn er fullkomnaður með 1 tsk af kókosolíu, dash af kanil og örlitlum súkkulaðispæni,
85% Rapunzel súkkulaði.
"Sultan" soðin hindber svo enginn fái lifrabólgu A
Álegg að eigin vali, silkiskorin skinka er frábær og skólaostur 26 %

Hindberjasulta, soðin frosin ber, allt og sumt.


Stundum vantar mig eitthvað "ávaxtabragð" í vatnið með brauðbollunum og morgunmatnum og þá er
upplagt að fá sér c - vítamín sprengju í glas og leika á bragðlaukana.


2 comments:

  1. Skemmtilegt blogg hjá þér :) En ein spurning, hvar færðu þessa tegund af vítamíni?
    Kveðja, Sveinbjörg

    ReplyDelete
  2. Ég held það hafi fengist í Bónus, stundum er það við kassana eða undir kössunum ? veit ekki afhverju ;)

    ReplyDelete