Saturday, March 16, 2013

Túnfisksalat

Jæja þetta er nú orðið vandræðalegt hvað ég er orðin háð túnfisk, manneskja sem aldrei lét túnfisk í dós inn fyrir mínar varir hefur breytt þankagang sínum og fullorðnast. Elska túnfisksalat núna.
Túnfisksalatið góða


Þetta salat er einfalt og með smá biti í, skammtur fyrir einn svangann.

Innihald:

1 dós túnfiskur í vatni
1 soðið egg
1 góð msk mæjónes
1 stilkur sellerí
1 góð grein blómkál
1/3 rauðlaukur
lúka af alfa alfa spírum
4-5 macadamiuhnetur niðurbrytjaðar
pipar
skvetta af eplaediki

Þessu er öllu blandað saman, niðurbrytjað að sjálfsögðu og hrært saman.
Mér finnst betra að hafa þetta ekki of blautt, ferskt og gott.

No comments:

Post a Comment