Sunday, April 7, 2013

Blómkálsottó, beikonkjúlli og hvítlauksbrauð

Jæja, nú logar aldeilis allt yfir "LKL" æðinu og fólk hamast við að hafa skoðanir á hlutunum. Ég gæti skrifað hér heilan pistil um múgæsingu og eigin upplifun á því sem verður HOT og um leið umdeilt, því það er eins og velgengni náungans eigi til að fara í taugarnar á mörgum, sem er ægilega sorglegt. Ég mæli með að efasemdarfólk um þetta "Lág kolvetna" mataræði, ekki "Án kolvetna" mataræðis eins og sumir telja þetta vera, lesi sig til á síðum eins og:
http://www.reddit.com/r/keto/comments/19co1c/rant_that_low_carb_crap_is_going_to_kill_people/c8n3lb7
Keto in a nutshellhttps://docs.google.com/document/d/1gZfJejOM8fJsX1iCilmnpp1qmT_KncJwWCR4-EsaEHc/edit?pli=1
My doctor likes Keto and Paleo! His research on why these diets work (Leptin Resistance). http://www.reddit.com/r/keto/comments/16or0n/science_my_doctor_likes_keto_and_paleo_his/

... það er að segja ef þetta málefni kemur virkilega við fólk og það nennir að fræðast um spekina. Annars er nú best að líta bara undan og leyfa fólki að sneiða hjá ávöxtum og nammilandi í friði og ekki missa svefn yfir mataræði náungans. Elskum friðinn og strjúkum okkur um kviðinn :)


Af þessu tilefni ætla ég að gefa ykkur uppskrift af sunnudagsmatnum okkar, en eftir annasama helgi við breytingar á eldhúsi og almennum fermingarundirbúning þá var slegið í netta veislu. Fljótlegt var það samt eins og langflest á LKL sem er fáránlega mikill plús fyrir nútímafjölskyldur.
 
 
Beikonvafin kjúklingalæri með blómkálsottó og hvítlauksbrauði
Kjúklingalæri úrbeinuð,
Ferskur kjúklingur (ósprautaður)
1 bréf beikon
 
Blómkálsottóið:
1 blómkálshaus, niðurrifinn
smjörklípa
4 vorlaukar
2 hvítlauksrif, má vera meira
1 box af sveppum
2 dl rjómi
soð af kjúklingalærunum
kjúklingateningur í heitu vatni ef það þarf meiri vökva
1-2 msk rjómaostur
1/2 villisveppaostur , þessi hringlótti harði
Rifinn parmesanostur yfir í lokin.
 

Kjúklingalærin eru vafin með einni beikonlengju hvert stk, og stungið upp á grillspjót.
Komast 4 góð læri á hvern grillpinna.
Kryddað með góðu kjúllakryddi eða pipar, og bakað í ofni á 200 gráður í 20-30 mín.
Má auðvitað grilla líka á útigrilli.
Blómkálið er rifið niður í frumeindir.
Laukar, smjör og sveppir svissað á smjörpönnu, piprað til.
Blómkálstætingnum bætt út á pönnuna og hrært í þar til allt er orðið meyrt.
Fínt að bæta svo út í soðinu af kjúklingnum úr ofninum til að þynna eða bæta við soði af kjúklingatenging. Í lokin bætið þið við rjómanum og ostinum.
 Með þessu bar ég fram hvítlauksbrauð sem var sirka:
 
Hvítlauksbrauð:
2-3 dl rifinn ostur
1 dl rifinn Parmesan eða úr bauk
hvítlauksduft 1 tsk
1 egg
2-3 tsk kókoshveiti
 
Öllu blandað vel saman í skál og dreift á smjörpappír, bakaði í ofni í um það bil
15 mín um leið og kjúklingurinn er að klárast.Penslaði aðeins yfir það með hvítlauksolíunni úr IKEA
 
Þetta bragðaðist ofsalega vel og fullnægði "risotto" þörf minni sem kom allt í einu yfir mig.
Þennan matseðil hugsaði ég upp í spinning tíma sem er auðvitað bara nett geðveiki en svona er maður, alltaf hugsandi um mat !!
 
Slatti af góðum kolvetnum ;) prótein í góðu hlutfalli og góð fita, fínt 3 some.

 

1 comment: