Saturday, April 20, 2013

Buenos noches mi amigos, mexícó-ketóveisla jebbs !!

Það er svo frábært að geta leitað af uppskriftum og fengið hugmyndir af veraldarvefnum og það geri ég stundum ef hausinn er alveg tómur. Nú í morgun rakst ég á þessa uppskrift af Tortillukökum úr blómkáli og eggjum og greip þær á lofti fegins hendi enda enginn tími í svaðalegar pælingar sökum anna. Happy Chomp er með góðar og einfaldar uppskriftir og mæli alveg með að skoða þessa síðu. Ég varð reyndar aðeins að fikta í bragðinu og kryddaði þær pínu til. Enduðum hér með þvílíka mexícoveislu sem enginn fúlsaði við.  Blómkálshausinn var ekki rammur á bragðið eins og ég lenti í í gærkvöldi svo við vorum himinlifandi. Passa bara að kreista vel út vökvann og þá heppnast kökurnar vel.
Mexico salsaveisla í tortillubrauði
 
Kjúklingabringur (ósprautaðar ALI), skornar í bita og steiktar í olíu.
Kryddað með paprikudufti, chilli, salti og pipar og sett til hliðar.
 
Grænmeti, skorið í hæfilega bita.
Ég notaði:
1 rauð "löng" paprika
1 gul eða græn paprika
1 rauðlaukur
4-5 sveppir
steikt í olíu
 
 Þessu er svo bætt út í pönnuna:
 
4 tsk af tómatpúrru frá Rapunzel
1 tsk maukaður hvítlaukur
1 tsk maukað chillimauk, lesa á innihaldið
1/2 tsk cumin
1/2 tsk coriander
1 tsk paprikuduft
2-3 msk eplaedik
salt og pipar
3 msk rjómaostur
lúka af rifnum mexico osti
Má þynna aðeins með vatni eða rjóma
 
Steiktum kjúklingabitunum bætt út í sósuna og borið fram með Tortillukökum og Guacamole.
Salatblað sett neðst, kjúklingur, rifinn mexícó ostur, sletta af 18 % sýrðum rjóma.

Tortillukökur:
1 blómkálshöfuð sett í BLENDER, fyllt upp af vatni til hálfs og mixað þar til blómkálið er mjög smátt. Má nota mixer líka auðvitað en þá sleppið þið vatninu ;)
Sigtað og sett í örbylgjuofn í 5 mín.
Gott að hella blómkálinu í grisju og láta vatnið alveg leka af, kreista vökvann vel úr.
Hrærið út í blómkálið 4 eggjum og kryddið með smá hvítlaukssalti og chillidufti (valfrjálst þó)
Blandan sett á bökunarplötu, pappír, komast 3 sæmilegar kökur á hverja plötu, og ath þetta er mjög lint deig, nota sleikju.
Bakast í 190 gráðum í sirka 15 mín, þá má losa þær af bökunarpappírnum og skella á grind í ofninum og hita áfram í 5- 10 mín þar til þær eru orðnar nokkuð þurrar en samt enn mjúkar.
 
Guacomole:
2 hvítlauksgeirar
1/2 gulur laukur
nokkrar jalapeno sneiðar 5-8 stk frá Mt Olive
lúka af niðurskorinni steinselju
1 lime, safinn úr því þ.e.a.s.
4 avocado, þessi litlu í græna netinu mjög góð
1 tómatur
Allt mixað saman í mauk og kryddað til með salti og pipar.
 
Það eru svo allar líkur á að makkarónukökubakstur dagsins verði prufukeyrður:
Eða kannski rjómabúðingur með chillisúkkulaði:
 
Makkarónur með kaffikremi:
70 gr Erythritol eða Xylitol(það er líkast sykrinum)
60 gr möndlumjöl
2 eggjahvítur
1/4 tsk salt
Hitið ofninn í 180 gráður.Þeytið eggjahvítur vel saman með saltinu, þegar þær eru vel stífar þá blandast sætuefnið út í.
Að lokum fer möndlumjölið saman við, blandið með sleikju.
Sprautað á bökunarpappír í litlar doppur 2 cm í þvermál ca.
Lækkið hitann í ofninum og bakið kökurnar á 80- 100 gráðum í ofni í ca klst.Leyfið að kólna vel og þá stífna kökurnar alveg.
 
Kaffikremið góða.
60 gr smjör
6 msk rjómi
2 msk instant kaffi
1 egg
1 - 2 msk erythritol eða xylitol
 
Hitið rjóma að suðu, og blandið kaffidufti út í.
Þeytið eggið og sætuna og hellið út í volgan kaffirjómann, hrærið vel þar til kekkjalaust.
Þetta þarf að kólna vel í ískáp áður en mjúku smjörinu er þeytt kröftulega saman við kremið.
Svo má sprauta því á kökurnar.
Hitið að lokum nokkra mola af 70-85 % súkkulaði í örbylgjunni og látið súkkulaði drjúpa yfir kökurnar. Kælið og njótið. Gott að frysta.
 
Rjómabúðingur með chillisúkkulaði:
fyrir 2 svanga.
 
1 peli þeyttur rjómi.
hitið 2 msk af smjöri eða kókosolíu í örbylgju eða potti
6 - 8 bitar af 85% súkkulaði settir út í og látið bráðna saman
1/2 tsk chilliduft minna ef þið eruð skræfur ;)
 
Blandið þessu saman í hálfgert krem og leyfið að kólna aðeins.
Blandið svo með sleikju út í rjómann og setjið í 2 skálar.
Ef þetta er ekki nógu sætt, má bæta við 1-2 dropum af stevíu út í.
Rífið 85% súkkulaði yfir og kælið í smá stund, eða þar til þið standist ekki freistinguna lengur.

 


 

No comments:

Post a Comment