Tuesday, April 9, 2013

Endurbætur á Lág kolvetna eldhúsinu !!

Að ferma barn kallar á yfirhalningu á allavega einu herbergi hússins, kannist þið við þetta ?
Ég vil nota tækifærið og mæla með www.kalklitir.com sem luma á allskonar lausnum, fallegum vörum og bjóða einnig upp á frábær námskeið, sbr skálaskreytingar og fleira. Þjónustan er frábær og lítið mál að fá vörur sendar milli landshluta.
Við vorum í vandræðum með borðplötuna í eldhúsinu okkar, hún var orðin slitin og leiðinleg eftir ótal margar gerðir af bæsi og olíum og aldrei nógu skemmtileg að mati húsfreyjunnar.
"Stuc" efni frá kalklitum leysti vandann og nú lítur límtrésplatan út fyrir að vera úr massívri steypu, hrikalega töffað :) Spegill fékk andlitslyftingu í leiðinni, því efnið má nota á ótrúlegustu hluti, gólf, húsgögn, veggi, vaska, arna og fleira, tær snilld.  

Auðvitað nýtti ég tækifærið og endurskipulagði eldhúsið í stíl við "nýja mataræðið" svo nú er allt á sínum stað, þurrefni komin í huggulegar krukkur og allt við höndina sem léttir nú aldeilis lífið og eldamennskuna. Gaman að þessu.


Fyrir breytingar, gömul og leiðinleg borðplata sem búið er að mála og bæsa einum of oft, var aldrei nógu skemmtileg að mínu mati og þurfti pínu yfirhalningu.

7 comments:

 1. Sæl,
  Flott borðplata veistu hvar er hægt að fá þetta stuc efni finn ekkert um það á heimsasíðu Kalklita. kv. Bj

  ReplyDelete
  Replies
  1. Best að senda póst á hana Auði og hún svarar þér strax, eða hringja bara í þau hjónin. Frábær þjónusta.

   Delete
 2. Sæl, hvar fær maður svona flotta merkimiða á krukkurnar?
  Kv telma

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl ég hannaði þessa nú sjálf, og er hugsanlega að fara að framleiða svona fyrir fleiri ;) endilega fylgjast með ;)

   Delete
  2. sæl.
   Mjög skemmtilegt og áhugavert að lesa bloggið þitt. En veistu eru þau hætt með kalklitina?? kemst ekki inná heimasíðuna hjá þeim. Og annað hvernig er að hafa kalkmálingu á borðplötinni, þá meina ég í sambandi við vatn og fitu koma engir blettir?

   Delete
  3. þetta er spes stuc efni, kalksteypa, kemur ágætlega undan álaginu hér ;) en auðvitað ekki eins og marmari eða steinn :) dugar samt vel hér þar til við breytum eldhúsinu endanlega í nánustu framtíð. www.kalklitir.com held þau séu ekki hætt nei

   Delete
  4. sæl
   Takk fyrir þetta. Gott að heyra, var nefnilega að spá í hvernig þetta væri á sófaborð svo ég ætla bara að skella mér í að prófa.

   Delete