Friday, April 26, 2013

Fermingar " Veisla "

Jæja nú er stóri fermingardagur sonarins liðinn og allt gekk samvæmt óskum. Fengum snjófjúk í andlitið á leið úr kirkjunni og skínandi sól á leið inn í veisluna svo þetta var alveg eðal "íslenskur sumardagurinn fyrsti" og já Gleðilegt sumar allir ! Máni minn til hamingju með áfangann þinn.


Undirbúningur fyrir veislu þar sem 80 manns með mismunandi þarfir safnast saman getur verið strembinn en tókst mér þó að bjóða upp á ágætt úrval af "leyfilegum" réttum fyrir þá sem vilja lítið af kolvetnum, og þeir runnu reyndar ljúflega ofan í alla ;) Sykurlausar makkarónur, brauð, reykt gæsabringa, ostasalat, hrökkkex, súkkulaðikaka með avocadokremi, muffins með rjómaostakremi, kókosmuffins og margt fleira girnilegt.


Ein snilldin var "Pottbrauð" sem er alveg geggjað, en á makkarónunámskeiðinu góða sem ég bloggaði um hér fyrr í mánuðinum þá fengum við súpubrauð í matarhléinu sem var bakað á þennan hátt, reyndar hveitibrauð sem er látið hefast í 18 klst. Kallast New York Times brauð eða No knead bread ef þið viljið googla :)

Ég varð auðvitað að geta búið til samskonar LKL brauð og það heppnaðist bara svona ljómandi vel.

Hér er uppskrift af brauðinu sem er samsuða af morgunbollunum góðu en bakað í potti frá Ikea
Pottur sem er úr steypujárni og dreyfir hitanum svo vel að brauðið bakast exra vel og nær að mynda
þessa góðu "brauðskorpu" sem er svo góð.


Innihald:
6 egg
2 dl kókoshveiti ( tæplega, alls ekki kúfaðir dl)
um 4 dl rifinn ostur
4 msk mæjónes
4 msk Husk
1 tsk salt
1-2 dl blönduð fræ
1 góð msk vínsteinslyftiduft


Hrært saman með sleif eða í hrærivél og þynnt út með rjóma þar til blandan er passlega "blaut" þarf að geta lekið nánast af sleikjunni.

Ég hitaði pottinn vel í ofninum á 230 gráðum í 15 mín áður en deigið var sett ofan í, tók hann úr ofninum klæddi pottinn með smjörpappír og hellti brauðblöndunni ofan í. Lokið sett á og bakað í ofni á 200 gráðum í 20 -30 mín eða þar til ekkert deig kemur á hnífsblað sem stungið er í miðjuna.
Lokið tekið af, dálitlum parmesan eða rifnum osti dreift ofan á og bakað áfram í 5 mín til að fá brúna skorpu. Einfalt og tilbúið ekta brauð.

Eins var tekin tilraun á verðlauna muffinsuppskriftina sem valin var af Kristu í Bollakökustandsleiknum sem þar fór fram en hún Kristbjörg Leifsdóttir var svo heppin að fá slíkan stand fyrir innsenda uppskrift sem ég snaraði fljótlega yfir í lág kolvetna útgáfu og kom svona ljómandi vel út.

 
"Kókosmuffins með súkkulaði"

100 gr möndlumjöl
3 msk kókoshveiti
1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
65 gr erythritol
65 gr kókosflögur muldar niður
110 gr brætt smjör
2 stór egg
1 1/2 tsk vanilluldropar
85 % súkkulaði skorið í litla bita, 1/4 biti í hverja mini muffins
 
Hitið ofninn í 180 gráður
Hrærið vel í hrærivél, eggjum, sætuefni og vanillu.
Blandið þurrefnum í aðra skál, hveitinu, möndlumjölinu og rest af uppskrift.
Blandið saman varlega við eggjablönduna. Þetta verður nokkuð þétt deig en ég náði að sprauta því með sprautupoka sem ég klippti toppinn af.
Sprautið í minimuffins t.d. og stingið litlum súkkulaðibita í hverja köku áður en þær fara í ofninn í 10-12 mín þar til þær eru gylltar.
 
Æðislegar nýkomnar úr ofninum.
 


2 comments:

  1. Sæl Krista og takk fyrir allar þínar dásamlegu uppskriftir og bókina góðu sem ég fékk í jólagjöf, bara æðisleg og er ég að fikra mig áfram með uppskrftirnar í henni. Skellti mér í að gera kókósmuffins núna áðan en er að spá í hvenær skal setja bráðna smjörið í hræruna bara svona til að vera viss ef þú getur svarað mér við fyrsta tækifæri. Ekkert minnst á það í bókinni og þér finnst þetta kannski kjánaleg spurning en ég er ekki öruggari bakari en þetta enn sem komið er amk :-)

    ReplyDelete
  2. Það er bara ágætt að setja það síðast :) kv María

    ReplyDelete