Monday, April 8, 2013

Fljótlegasta brauð í veröldinni ...

Ég sé á nokkrum spjallþráðum að örbylgjubollan er eitthvað að vefjast fyrir sumum, en hér er uppskriftin aftur og með myndrænum leiðbeiningum :) Muna að hræra bara vel, þynna með rjómanum og prufa sig áfram með bragðefnin.  "Minna er meira" og þótt innihaldið virðist lítið sem ekkert þá gerast undur og stórmerki í ofninum. Verði ykkur að góðu, ágætt að prenta út uppskriftina og já, það má!!
 
 
Bollan er hér með kúmeni í uppskrift :
 
Innihald:
1 egg
 1/2 tsk ca af vínsteinslyftidufti
 1/4 tsk salt
 1/2 tsk HUSK trefjar, t.d.frá NOW, duft
1 tsk af kókoshveiti má vera kúfuð
( má líka nota 2-3 tsk af möndlumjöl í staðinn)
2 -3 tsk rjómi
1 tsk kúmen
 
Aðferð:
Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust. Bollinn fer svo í örbylgjuofnin í 2  og 1/2 mín og út kemur "fluffý "bolla sem má smyrja með osti og smjöri.
Þessa má fikta með að vild, bæta í sætuefni, kakó,kanil, hnetum, fræjum, bragðefni.
Um að gera að leika sér því þá gerast ævintýrin ... gangi þér vel !

ATH hér er nákvæmt innihald í grömmum í þessari bollu ef þið viljið vera alveg örugg með magnið:

4 gr kókoshveiti
2 gr husk
salt
1 gr vínsteinslyftiduft
2 gr kúmenfræ
12 g rjómi
1 egg

Ég reiknaði kolvetnamagnið í henni eins nákvæmlega og ég gat og fæ út um 2,7 net carb með öllu innihaldi.

Hér er hentug stærð á ískápinn ;)

9 comments:

 1. Algjör snilld! Setti mulin hörfræ í stað HUSK og 2 tsk kotasælu í stað mjólkur - kom mjög vel út. Á eftir að smella í þessa nokkuð oft!
  kv. Anna

  ReplyDelete
 2. Dásamlega einfalt og gott, ég prófaði að setja graskersfræ út í og það var æði :). Takk fyrir :)

  ReplyDelete
 3. Heyrði fyrir nokkru í næringarfræðingi í útvarpi segja að ef við notum örbylgju ofn til matreiðslu þá skemmist öll næringarefni í matnum. Veist þú eitthvað um það? Kv.Sælaug

  ReplyDelete
 4. Hvar fást svona trefjar?

  ReplyDelete
 5. Heil og sæl Krista
  Ég er nýbyrjuð á LKL og þetta gengur bara ágætlega, þó ekki hafi mörg kíló horfið ennþá. Ég er að reyna að fylgjast vel með kolvetnisinntöku minni og því vantar mig að vita hvað eru ca mörg kolvetni í örbylgjubollunni og hrökkbrauðinu þínu. Er sjéns á að fá þetta hjá þér. Annars er ég líka búin að elda nokkrar uppskriftir frá þér og þetta er allt ljúffengt. Takk fyrir það.

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl það stendur neðst í uppskriftinni hér að ofan, 2.7 netcarb í þessari uppskrift eins og mér reiknast þetta til. Er ekki viss með hrökkbrauðið. Það er samt auvðelt að reikna þetta út, bara googla nutrition í innihaldi og þá færðu upp lista með magni hvers næringarefnis. Deilir svo bara í 100 gr og færð upp kolv pr gramm, ( manst að mínusa fyrst fiber frá carb) svo bara reiknar þú út þyngdina í t.d. möndlumjöli eða fræjum og margfaldar með kolv

   Delete
 6. Þúsund þakkir, tók ekki eftir þessu í uppskriftinni.

  ReplyDelete
 7. Rosa gott, þurfti samt að minnka saltið mjög mikið til að geta borðað brauðið.

  ReplyDelete