Tuesday, April 23, 2013

Hvítkálsæði

Nú er ég alveg dottin í það, það er að segja hvítkálið. Prófaði að ofnbaka hvítkál með svínalundaruppskriftinni úr LKL bókinni og þvílíkur unaður. Varð svo að fara lengra með þetta daginn eftir og bjó til hálfgert "snakk" úr smærri einingum og það var líka æðislegt. Eins gott að ég eigi ekki djúpsteikingarpott því þá færi ég alveg með það og myndi liggja í þessu.

Hvítkál í ofni
Skerið hvítkál í 1 cm þykkar sneiðar og passið að það hangi saman á "rótinni" þá færðu fallegar einingar sem haldast nokkuð vel saman, setjið á pappírsklædda ofnplötu, dreypið ólífuolíu yfir hverja sneið og kryddið vel, salt, pipar og jafnvel hvítlaukssalt eða chilli, fer eftir smekk hvers og eins.
Hitið kálið í vel heitum ofni 180-200 gráður þar til það fer að brúnast vel í köntunum og "þorna aðeins" þá er gott að setja pínu klípu af smjöri ofan á hvert stk. Gerir þetta bara rugl gott.
Svo má gera svona "hvítkálssnakk" úr þessu á sama hátt en rífa þá hvítkálið í minni strimla, dreifa því á bökunarplötu og hita þar til það krullast aðeins upp og verður stökkt í köntunum. Gott sem meðlæti eða bara til að narta í .
 
Svínalundir, rosalega góðar: 
Svínalundir fylltar með heimagerðri ostafyllingu eða hálfgerðu pestó, parmesan, basilika, hvítlauksrif ca 2,fetaostur og gott krydd.
Nákvæm uppskrift er í bókinn LKL  - lágkolvetnafæðið en ég notaði hér beikon í stað parmaskinku
og kryddaði aðeins öðruvísi enda þarf ég alltaf að breyta öllu smá.
 

 

2 comments:

 1. Sæl,
  Nú er ég að fara byrja á fæðinu og er að reyna að lesa mig til. Rakst á þig á netinu og langar að spyja þig út í skammtastærðir. Maður má væntanlega ekki borða eins og maður getur troðið í sig á þessu fæði né öðru. Hvernig á maður að haga sér í þeim efnum.
  Kveðja
  Jóhanna

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl það kemur fljótlega, fitan er svo mettandi og mallinn segjir fljótt stopp, ég mæli ekkert ofan í mig, ég borða kannski ekki 3 diska af mat en ég verð fljótt södd og læt það duga sem mælikvarða, reyni að horfa á matardiskinn og skipta upp hlutföllunum þannig að ég fái mest ( í hlutföllum miðað við orku ekki ummál) af fitu svo prótein og minnst kolvetni. ágætt að miða bara við 1 teg af grænmeti t.d. brokkolí og smá blaðsalat með því (kolvetnin) kjöt kjulla eða fisk, prótein, og svo góða sósur, avocado olíu yfir, fituna. Ég er enginn tölufræðingur en augað er orðið ansi gott í þessu. Raða fallega á diskinn, taka mynd jafnvel fyrir þig svo þú munir eftir síðasta rétt og þessháttar. Njóta hvers bita, og leyfa matnum að setjast milli atriða :) drekka vatn með og þú verður pakksödd áður en þú veist af.

   Delete