Tuesday, April 23, 2013

Kanil"snúningar"

Ég má ekki heyra minnst á "kanil" án þess að sperra eyrun eins og hvolpur og þegar ég sá uppskrift af kanilsnúðum hjá henni Katrínu Ellu á spjallvef áhugafólks um Lág kolvetnamataræðið, þá varð ég að prófa. Ég minnkaði aðeins fyllinguna og breytti aðeins og fiktaði í frágang en útkoman varð voða fín :) Mun jafnvel bæta smá möndlumjöli næst í deigið en þessir eru nánast kolvetnalausir sem er náttúrulega voðalega mikill kostur ;) Hér er uppskrift með smá "twist" og góðfúslegu leyfi frá Katrínu ;)
Kanil"snúningar"
Gerir ca. 10-12 stk

Deigið:
3 egg 
1 msk xylitol/erythritol
100 g rjómaostur
1 tsk vínsteins lyftiduft
¼ tsk kardimommuduft eða dropar
(ég notaði grófhakkaðar kardimommur) 
 
Fyllingin:
50 g smjör
1/2 - 1 msk kanill 
1/2 dl xylitol/erythritol

Deigið-Aðferð:

Svipar til Oopsies uppskriftarinnar.
Stífþeyttu hvíturnar með sætuefninu.
Þeyttu rauðurnar, rjómaostinn, lyftiduftið og kardimommuduftið vel saman.
Hrærðu hvítunum varlega samanvið með sleif. Settu bökunarpappír á bökunarplötu,
smyrðu pappírinn með smá smjöri eða olíu.
Helltu deginu á bökunarpappírinn og dreifðu jafnt úr því á plötuna.
Hitaðu ofninn að 180°C og bakaðu í 15 mín.

Fyllingin:
Penslaðu bræddu smjöri á deigið og svo er gott að blanda saman kanil og
sætuefninu í skál og strá yfir.
Leggðu deigið varlega saman,(í tvennt), skerðu það niður í svona hálfgerðar"buxur" og rúllaðu
svo upp hvora "skálm" fyrir sig og vefðu utan um snúðinn. 
Settu snúðana á nýjan bökunarpappír og bakaðu í 20 mín á 180°C

Hrikalega góðir volgir með kaffinu ;)
 

3 comments:

 1. umm er líka vitlaus í kanil, ætla að prufa þessa á eftir þegar ég kem heim
  takk fyrir allar uppskriftirnar

  kveðja
  Nina

  ReplyDelete
 2. mm namm lítur vel út!!

  ein spurning ef maður á ekki xylitol/erythritol og bara svona stevia dropa
  hvað mundirðu setja mikið af þeim í staðinn? og aðhyllistu almennt að nota
  frekar xylitol/erythritol af einhverri sérstakri ástæðu?

  takk fyrir alllar þessar frábæru uppskriftir!!

  kveðja
  Freyja

  ReplyDelete
 3. Sæl ég myndi googla stevia vs erythritol, en yfirleitt er talað um að 6 dropar séu eins og 1 tsk af sykri og sykurmagn á að vera sama og erythritol í magni. Mér finnst erythritol og stevían svipuð í gæðum. Stevía alveg náttúruleg náttúrulega og erythritol kemur fast á eftir að mínu mati lág í þessum sykurstuðli í sætuefnaflokknum. Það er pínu erfitt að finna rétta magnið af steviunni, en um að gera að prufa sig áfram og nota ekki of mikið .

  ReplyDelete