Monday, April 29, 2013

Karrýkjúlli

Karrý karrý karrý... það er svo mikil snilld.
Ég skellti sem sagt í indverskan karrýkjúkling í kvöld, ofnbakað blómkál og hvítlauksbrauðið einfalda sem er hreint og beint æði og kemur í stað naan brauðsins. Sósan í karrýinu er gerð alveg frá grunni svo það eru nokkur innihaldsefni í henni jú, en hún er samt ekki of flókin. Alltaf gott að vita hvað er í sósunum okkar ekki satt :) Set þetta hér inn ef þið viljið prófa ;)

 
Kjúklingur í karrý:
 
Innihald:
Góð klípa af smjöri
1 gulur laukur niðurbrytjaður
2 hvítlauksgeirar
3 msk karrý
1 tsk kanill
1 tsk paprikuduft
1 tsk garam masala
1- 2 lárviðarlauf
1 tsk rifin engiferrót
3-4 dropar stevía
1/2 tsk salt
1 poki af Rose kjúklingalærum( eru úrbeinuð og flott, fást í Bónus í frysti) eða sambærilegur kjúklingur
1 msk tómatpúrra
1 dós af kókosmjólk t.d. Dr Georg eða 2 litlar fernur af Santa Maria,
Biona eða einhverju sambærilegu
1 dl rjómi
1/2 lime safi
1/4 tsk cayenne pipar ef þú vilt smá spice
 
Skerið niður laukana og svissið á pönnu í smjöri, bætið kryddum út í og hrærið til,
limesafinn þynnir þetta aðeins og svo má setja kjúklinginn út í pönnuna.
Hellið svo kókosmjólk og rjóma út í og hrærið vel þar til kjúllinn er eldaður í gegn.
Salt og pipar eftir smekk.
Gott að bera fram með blómkálsgrjónum eða ofnbökuðu blómkáli sem var einfaldlega blandað við olíu, sítrónusafa og niðurbrytjuð 3 hvítlauksrif.
Bakað í eldföstu móti á 200 gráðum og í lokin stráð yfir parmesan osti eftir smekk. Geggjað gott og öðruvísi en þetta venjulega blómkálsgratín. Sítrónusafinn gefur pínu kikk.
 
Hvítlauksbrauðið sem var hér með er einfalt:
1 egg
3 tsk kókoshveiti
2 dl rifinn ostur
1/2 tsk hvítlaukssalt


Öllu blandað saman í skál, dreift á bökunarpappír á plötu og
bakað í ofni þar til gyllt og fallegt. Skorið í sneiðar :)

 
 

4 comments:

 1. Hæhæ - 1/2 hvað af lime-safa? :) 1/2 tsk - msk - dl? Ég ætla að elda þennan í kvöld ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. ... og við hvaða hita bakarðu hvítlauksbrauðið?

   Delete
  2. það er s.s. safi úr hálfu lime :)

   Delete