Thursday, April 11, 2013

Kínakjúlli

 
Blómkálsgrjón, mixuð í blender, algjör snilld og fljótlegt að gera og líklega með þrifalegri aðferðum á heimilinu hingað til. Blómkálið skorið gróft og sett í blender, vatn fyllt upp í hálfa könnuna og svo öllu mixað saman í nokkrar sek. Blöndunni hellt í sigti og vökvinn látinn síast niður dálitla stund þar til "grjónin" eru laus í sér, þau geymast í allt að 4 daga í lokaðri krukku í ískáp. 
 
"Kínakjúlli"
Elska kínverskan mat og karrýgrjón svo hér var gerð tilraun sem heppnaðist mjög vel.
Tók smá tíma en var vel þess virði svona ef manni langar í eitthvað djúsí og gott.
Grjónin geta líka verið sér réttur út af fyrir sig, bæta þá jafnvel meira af próteini út í þau eins og skinku eða kjúklingaáleggi. Bragðið var mjög gott og allir vel mettir. 
 
Innihald:
500 gr kjúklingabringur og/eða læri
2-3 bollar kjúklingasoð
2 eggjahvítur
1/2 tsk cream of tartar
4 tsk Flax seed mjöl
salt og pipar
góð steikingarolía
 
Skerið kjúkling í stóra bita, og setjið í pott eða pönnu.
Hellið soðinu yfir og látið malla meðahita í 20 mín.
Veiðið kjúklinginn upp úr soðinu en geymið það áfram í pottinum fyrir sósuna.
Þerrið bitana og skerið í minni hluta.
Þeytið saman hvíturnar, og blandið út í cream of tartar, blandan á að vera vel stíf og mynda toppa.
Blandið Flax seed(hörfræ)mjölinu út í varlega og húðið svo kjúklingabitana með eggjahvítublöndunni.
Steikið á heitri pönnu með olíu þar til allt hefur brúnast fallega, takið úr pönnunni og geymið á þerripappír.
Þegar allir bitar hafa verið steiktir má útbúa sósuna.

Sesamsósa:
4 tsk sætuefni, má minnka magn ef notuð eru fljótandi sætuefni.
3/4 bolli af kjúklingasoðinu
1 tsk hvítvínsedik
1 tsk sojasósa
2 hvítlauksgeirar smáttskornir
1 tsk rauðar chilliflögur
1 tsk sesamolía
1 tsk sesamfræ ( valfrjálst )
Hitið allt innihaldið í potti, látið suðuna koma upp og lækkið svo niður hitann og látið malla í 10 mín. Hellið sósunni yfir kjúklinginn um leið og hann er borinn fram.

Hitaeiningar í þessum skammti: 936
Fita 47 gr
Kolvetni: 22 gr
Trefjar: 10 gr
Net carbs: 12 gr
Prótein: 126 gr

Kínagrjón:
1 meðalstórt blómkálshöfuð mixað í blender og vatni, sigtað og hellt yfir í skál.
1-2 tsk ólífuolía eða kókosolía
3/4 bolli beikonkurl
1/2 gulur laukur smátt skorinn
1 -2 geirar hvítlaukur smátt skorinn
1 tsk rauðar chilliflögur
1-2 tsk turmeric
salt og pipar
steinselja
1-2 cm rifið engifer,(valfrjálst)

Hitið á pönnu olíuna , bætið laukum og beikoni út á og brúnið.
Bætið við blómkálsgrjónunum og kryddið.
Blandið vel saman og steikið saman þar til fallegur turmeric litur hefur blandast vel uppskriftinni.

No comments:

Post a Comment