Saturday, April 27, 2013

Kosningavöfflur

Nei ég gat ekki sleppt einni vöffluuppskrift í tilefni kosninganna.
Eftir sjóðheitan yogatíma þá var æðislegt að skella í nokkrar svona elskur.
 
 
 
8 vöfflur úr uppskrift

Kosningavöfflur

8 góð egg
4 msk kókoshveiti
6 msk Flax seed meal eða möndlumjöl ( mjölið fæst t.d. í Kosti, Lifandi Markaði)
50 gr smjör ( skelli því bara í öbbann smá stund eða bræði í potti)
1/2 -1 dl rjómi
4 dropar stevía
1 msk erythritol ( það má sleppa öllu sætuefnunum ef þið viljið meira svona matarvöfflur með smjöri og osti) geggjað líka
1 tsk vanilludropar eða Bourbon Rapunzel vanilluduft


Þetta er nóg í 8 góðar kosningavöfflur,
gott að skella í brauðrist ef þær eru orðnar kaldar og þá frískast þær upp.
Góðar með þeyttum rjóma, karamellusýrópi frá Torani og nokkrum rifnum 85% súkkulaðispænum ;) 
Tala nú ekki um hindberjasultu úr frosnum hindberjum, skellt í pott og nokkrir dropar af stevíu eða ekki :) 

Kjósum rétt !!

No comments:

Post a Comment