Wednesday, April 10, 2013

Makkarónur, ekki bara útlitið ...

 
Það kúrir lítið leyndarmál í bakhúsi á Laugaveginum! Perlan sem um ræðir nefnist 
Ég var svo einstaklega heppin að fá í jólagjöf, frá systur minni og mágkonu, gjafabréf á námskeið hjá fyrrnefndu eldhúsi. Stefnan var fljótlega tekin á makkarónubakstur því ég hafði hugsað mér að nýta verðandi kunnáttu fyrir bakstur í fermingaveislu sonarins. Við mættum á svæðið og mér leið pínulítið eins og í fyrsta tíma í heimilisfræði í 4 bekk. Auður, kennarinn og eigandi var frábær, skýrmælt og skemmtileg og tók hlutverki sínu mjög alvarlega. 
Makkarónur eiga helst ekki að vera bakaðar nema það sé gott veður og sólríkt og við vorum svona á mörkunum að hitta á réttan dag því nokkrir dropar þóttust ætla að skemma fyrir okkur meistarataktana.
Allt hófst þetta samt á endanum og við kláruðum námskeiðið með glæsibrag, að okkar mati í það minnsta, og erum við handviss um að skemmtilegri hóp hafi Auður ekki fengið í heimsókn fyrr né síðar. Við fengum dýrindis veitingar í matarhléinu og öll aðstaða og uppsetning á námskeiðinu til fyrirmyndar. Mæli 100% með því að fólk taki sér hlé á rútínunni og prófa eitthvað algjörlega nýtt öðru hverju. Gott fyrir mallakútinn og hressir upp á sálartetrið í leiðinni.

Þó svo að makkarónur séu nú ekki beint á LKL/ Ketó línunni, þá var margt sem ég mun geta notað í komandi eftirréttatilraunum og bíðið bara, lág kolvetna makkarónur af einhverri gerð munu eflaust rata hingað inn þótt síðar verði. Makkarónurnar sem kenndar voru þó á þessu námskeiði verða í boði í fermingarveislunni og nú þegar hafa verið valdir litir og bragðtegundir.. já bíðið bara.

En þangað til þá skelli ég inn einni uppskrift af hamborgarasalatinu sem við hjónin græjuðum okkur í kvöld eftir opið hús hjá Kristu, en miðvikudagskvöld eru ekki mjög kvöldverðarvæn sökum anna og þá er gott að geta gripið í eitthvað fljótlegt.

Hamborgarasalatið góða:
 
Blandað salat á disk, spínat, rucola, eða annað gott blaðsalat.
Stór hamborgari úr gæðakjöti án aukaefna, steiktur eða grillaður
1-2 ostsneiðar, eða góð klípa af piparosti ef tilefni er til ;) 
1-2 steiktar beikonlengjur ( má sleppa )
rauðlaukur nokkrir góðir hringir
kokteiltómatar 2-3
salt og pipar
3-4 sneiðar af Hamburger Dill chips frá Mt Olive ( fæst t.d. í Kosti)
aðeins 1 g af carb í 8 sneiðum
Ef hungrið er mikið þá mætti spæla eitt egg og bera fram ofan á salatinu.
 
Skerið hamborgarann í góða bita og dreifið yfir salathrúguna, beikon, tómatar, laukur fara sömu leið. Bætið smáttskornum dill chips á diskinn og að lokum má bæta við heimagerðri hamborgarasósu.
Algjörlega passlegur hamborgari og engin þörf á brauði hér.


Sósa:
1 msk sykurlaus tómatsósa
2 msk mæjónes
1 góð tsk af vökvanum úr Mt Olive krukkunni
Pipar
( stevíudropi ef með þarf )
 
Smakkið til og dreifið svo yfir salatið.

1 comment:

  1. Var að kveikja á því núna afhverju ég kannaðist svona við þig á námskeiðinu... ;) Las bloggið þitt eins og stundum áður og allt í einu kveiknaði á perunni þegar kom að þessari færslu. Þú varst eitthvað svo kunnugleg. Annars langar mig líka að hrósa þér fyrir skemmtilegt blogg og frábæra hönnun! :)
    Kv. Dagrún

    ReplyDelete