Thursday, April 18, 2013

Millimál, já það þarf stundum

Það kemur nú fyrir að mallinn gargi óvenjuhátt á mann og þá er gott að geta gripið í eitthvað hollt og gott sem passar inn í LKL jöfnuna. Ég fór með heimalagað pestó og hrökkkex í kaffiboð um daginn og það passaði einstaklega vel með ostaveislunni sem var á svæðinu. Pestóið var dálítið öðruvísi að þessu sinni enda er pestógerð ágætis tiltektarráð ef ískápurinn er orðinn yfirfullur.
Hrökkkex
 
2 dl möndumjöl eða 1/2 dl kókoshveiti
1 dl fræ ég notaði fræblöndu frá Heilsu
1 egg
1 tsk olía
Slatti oreganó eða krydd að eigin vali
Smá himayasalt
2 - 3 msk rifinn ostur má nota meira ef maður vill
Parmesan ostur 2-3 msk ( valfrjálst en gefur gott bragð)
 
1. Stilla ofn á undir/yfir á 180 gráður.
2. Hráefnunum blandað saman í skál, nóg að hræra saman með gaffli.
3. Sett á bökunarpappír og flatt út. 
Ég bretti bara pappírinn yfir og undir deigið og þá er lítið mál að fletja út. 
5. Sett inn í ofn í 15-20 mín.
6. Tekið úr ofni og skorið í ferninga meðan kexið er enn
"heitt og mjúkt"
 
 Pestó með avocado.
2 msk sólþurrkaðir tómatar,t.d. án olíu, fékkst í Kosti.
8-10 grænar ólífur
2-3 geirar hvítlaukur.
Góð lúka af ruccola salati
Macadamiuhnetur örlítið saltaðar úr Kosti 6-8 stk
Avocado 1 -2 lítil (þessi í netinu eru æði Bónus)
2 msk sýrður rjómi
má þynna með ólífuolíu.
Allt mixað í uppáhaldsgræjunni ykkar, Quick chef, mixer, múlinex eða hverju sem hentar best.
 
Svo langaði mig að skella hér inn einfaldri uppskrift af morgungraut eða millimáli.
 
Chia- kókosgrautur með hindberjum
 
2 1/2 msk chia fræ
1 og 1/2 dl kókosmjólk ( nota líka þykka hlutann, rjómann)
notið Dr Georg eða Santa Maria í fjólubláu fernunum.
1 tsk vanilluduft, Bourbon / Rapunzel eða vanilludropar
1 tsk hörfræmjöl ( valfrjálst)
 
Blandið saman að kvöldi til og látið standa í ískáp yfir nótt.
 
Morguninn eftir hitaði ég 2 msk af hindberjum í potti eða örbylgju, hellti yfir þykkan kókosgrautinn og blandaði vel saman. Algjör sæla.
 
 
 

No comments:

Post a Comment