Wednesday, April 3, 2013

Morgunmatur og æfingar ?

Hvað á að fá sér í morgunmat og fyrir æfingar ? Þetta eru spurningar sem ég fæ ansi oft upp á síðkastið. Gömlum venjum og hefðum er oft erfitt að breyta og fólki finnst dagurinn ekki byrja eðlilega nema fá sér hafragraut, jógúrt með músli eða skyr og ávaxtaboostið sitt. Í mínu tilfelli tók það ekki nema eina viku að venja mig af þessu og ég gaf eggjunum og spínatinu séns. Ég varð ekki eins fljótt svöng aftur og þegar ég fékk mér drykk og frosin ber hér áður og ekki einu sinni hafragrauturinn gaf mér jafn mikla fyllingu. Það er kannski leiðigjarnt að borða alltaf sama morgunmatinn en þá er um að gera að breyta til. Ég fæ mér yfirleitt kaffi með kókosolíu 1/ 2 tsk í morgunmat, tek vítamínin mín og fer á æfingu, virðist ekki þurfa mat fyrr en seinni hluta morguns því eitthvað hefur maskínan breytt um gang. Ég fæ mér aminodrykk á æfingunni og klára hann á leið heim í morgunmatinn og finn aldrei fyrir orkuleysi þrátt fyrir stífar lyftingar og þolæfingar.
Minn uppáhaldsmorgunmatur eru 2 egg, léttspæld, spínatlúka steikt upp úr smjörklípu, 1 msk beikonkurl, þegar ég er í þeim gírnum eða 2-3 þunnar skinkusneiðar.
Með þessu hef ég oftast lítið avocado eða ruccola. Pipra vel, er sjúk í pipar allt í einu.
Einnig er hægt að baka 2 eggjarauður í avocado, taka steininn úr, bæta smá beikonkurli ofan á eggið og baka í 200 gráður í sirka 10 mín þar til beikonið er farið að snarka. Spínat og afgangs eggjahvíta sem meðlæti.
Eins er hægt að baka sér örbylgjubolluna, hafa soðið egg ofan á, ost og smjörva. Mjög saðsamt.
 
Innihald:1 egg
 1/2 tsk ca af vínsteinslyftidufti
 1/4 tsk salt
 1/2 tsk HUSK trefjar, t.d.frá
NOW, duft í boxi
1 tsk af
kókoshveiti má vera kúfuð ( má líka nota 3 tsk af möndlumjöl í staðinn)
2 tsk rjómi
 
Aðferð:
Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust.
Bollinn fer svo í örbylgjuofnin í 2.1/2 mín og út kemur "fluffý "bolla sem má smyrja með osti og smjöri. Prófaðu að setja tsk af chia seeds í deigið, kom skemmtilega á óvart :)


Próteindrykkir eru  góðir og fljótlegir og minn uppáhalds núna er skúbba af vanillu eða jarðaberjapróteini ( kolvetnalaust ) 1 lítill kaffibolli sem hellt er yfir klaka, avocado og 1-2 msk góð kókosmjólk. Allt sett í blender og mixað vel. Þessi gæti hentað þeim sem þurfa smá boost fyrir æfingar, koffein og góðar fitur, prótein og passlega mikið af kolvetnum. Eins er hægt að bæta chia seeds út í drykkinn og fá um leið góða fitu og trefjar í kroppinn.


Millimál eru svo önnur ellan og ég mun reyna að safna hér í linkinn vinstra megin á síðunni, bæði snakki, millimáli og hugmyndum af morgunmat.
 

 
Þetta hrökkkex er hrikalega einfalt og gott:
 
2 dl möndumjöl eða hakkaðar möndlur
1 dl fræ ég notaði fræblöndu frá Heilsu
1 egg
1 tsk olía
Slatti oreganó eða krydd að eigin vali
Smá himayasalt
2 - 3 msk rifinn ostur má nota meira ef maður vill 
1. Stilla ofn á undir/yfir á 180 gráður.
2. Hráefnunum blandað saman í skál, nóg að hræra saman með gaffli.
3. Sett á bökunarpappír og flatt út. 
Ég bretti bara pappírinn yfir og undir deigið og þá er lítið mál að fletja út. 
5. Sett inn í ofn í 15-20 mín.
6. Tekið úr ofni og skorið í ferninga meðan kexið er enn
"heitt og mjúkt"
 
 
Pestó:
Sólþurrkaðir tómatar í olíu, reyna að velja helst án sykurs,
það leynist því miður í nokkrum gerðum. ca 4 sneiðar, eins hægt að nota þurrkaða tómata ( fann poka með niðurskornum sólþurrkuðum í Kosti) og bæta bara við ólífuolíu.
Svartar ólífur, jafnvel bæði grænar og svartar, muna að taka steininn úr, 4-5 af hvorri gerð.
2 geirar hvítlaukur.
Macadamiuhnetur örlítið saltaðar úr Kosti ( hrikalega gott) má líka nota pecan
Grísk jógúrt 1 msk kom vel út í þessu og 1 tsk mæjónes. Langar að prófa avocado næst. Parmesan ostur, þessi duftkenndi í dollunum, 1 msk t.d. en þarf ekki.
 
Mixað í Tupperware quick chef græjunni sem ég fæ ekki nóg af..en þið notið það sem til er, mixer, eða matvinnsluvél.
Þetta er pínu svona slump it uppskrift, bara velja það sem þér finnst gott og passa að hafa góðar fitur með :)
 
 

 

3 comments:

  1. Hvað geymist hrökkbrauðið lengi áður en það fer að skemmast? :)

    ReplyDelete
  2. hahah það veit ég ekki því það klárast alltaf samdægurs á mínu heimili, enda 3 fullorðin hér sem lifa á þessu fæði :) en það er nú ekki margt í þessu sem gæti skemmst, kannski osturinn en ef það er geymt í loftþéttum umbúðum eða í ískáp þá ætti það nú að duga einhverja daga.

    ReplyDelete
  3. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete