Monday, April 1, 2013

Páskar eru pottþéttir


Mikið var þetta nú góð páskahelgi. Ekkert veislustress, bara slaaaka og borða góðan mat í sumarbústað.
Ég prufaði nokkrar nýjar uppskriftir, ofnsteikti ferskan aspas með sinnepsdressingu, gerði ís og súkkulaðisósu sem sló í gegn. Eldaði blómkálsgratín, bjó til kalt kúrbítssalat og enduðum svo helgina á að kíkja á Hamborgarafabrikkuna. Þar var auðveldlega hægt að fá sér mat við hæfi, og ég pantaði mér Morthens borgarann ( sveppir, beikon, bernaise), mínus brauð, salat í staðinn fyrir kartöflur og pantaði mér auka egg. Lítið mál og vel mett eftir þessa veislu.


Við slepptum að borða páskaegg þetta árið og viti menn það kom dagur eftir þann dag. Við borðuðum þess í stað súkkulaðiköku með avocadokremi og heimagerðan ís. Algjör snilld. Set inn uppskriftir í kvöld í uppskriftarkaflann.
 
 Kalkúnaskip með sveppasósu, ofnsteiktum aspas, brokkolí og fyllingu sem samanstóð af
beikoni, sveppum, sellerí, 2 msk kókoshveiti, 3 eggjum, pecanhnetur salt og pipar, ótrúlega góð og ekki síðri en venjuleg brauðfylling, grænmetið brúnað í smjöri, blandað við krydd, hveitið og eggin og sett í lítið eldfast mót. Bakað í ofni með kalkúninum síðustu 15 mín sirka.          
 
 

2 comments:

 1. Hæ,

  Ertu með uppskriftina af ísnum á netinu?

  Takk fyrir skemmtilegt blogg!

  Kv,
  Bryndís

  ReplyDelete