Tuesday, April 16, 2013

Rabarbari hvar ert þú ?

Mmm sumarið er handan við hornið, ég finn það bara á mér. Er þá ekki tilvalið að taka forskot á sæluna og skella í dýrindis rabarbaraköku ? Ef þið lumið á rabarbara í frysti þá þarf aðeins 2 bolla af frosnum rabarbarabitum og 1 bolla af frosnum berjum í þessa uppskrift. Og plúsinn er að hún er frábærlega fljótleg. Yndisleg með kaffinu, rjómaslettu eða heimatilbúnum ís. Nú mætti nýr rabarbari byrja að spretta hið fyrsta. Hann er fullur af C og K vítamínum og "netcarb" talan er ánægjuleg fyrir okkur sem vilja halda kolvetnum í lágmarki. Það eru t.d.6.6 netcarb í magninu af rabarabaranum í uppskriftinni hér að neðan.
 Rabarbara- jarðaberjabaka
 
1 bolli frosin jarðaber
2 bollar frosinn rabarabari
2 msk Erythritol
 
"Deigið"
1/3 bolli Flax seed meal ( Hörfræmjöl)
2/3 bolli möndlumjöl
1/3 bolli kókoshveiti
2 msk sætuefni
1 tsk kanill
4 msk mjúkt smjör
5-10 pecanhnetur
 
Afþýðið berin og rabarbarann í örbylgjunni eða í potti, bætið sætuefni út í og kremjið aðeins vökvann úr með gaffli. Hrærið vel saman og setjið í eldfast mót.
 
Blandið þurrefnum saman, og að lokum hrærið mjúkt smjörið út í. Dreifið blöndunni yfir berin og rabarbarann, dreifið muldum hnetum með og setjið í 180 gráðu heitan ofn í um það bil 15 mín þar til deigið brúnast aðeins.
 

2 comments:

  1. hvað er þessi uppskrift fyrir marga?

    ReplyDelete
  2. þetta var nóg í eitt gott eldfast mót, mjög passlegt fyrir 6 manns líklega íeftirrétt :)

    ReplyDelete