Wednesday, April 17, 2013

Rösti " kartöflusvindl" með sellerírót

Nú er ég "fyrrverandi" kartöflufíkill og sakna stundum þessa "kartöflubragðs" sem er svo gott með kjötinu t.d. Sætu kartöflurnar komu svo sterkar inn í einhverju átakinu og hef ég notað þær mikið síðan. Nú er maður hinsvegar aðeins að breyta til og mér datt í hug að nota sellerírót (töluvert lægri í kolvetnum) sem ég átti í ískápnum í svipaða uppskrift og er notuð í hina frægu Rösti kartöflur. Ég föndraði þetta saman úr nokkrum hugmyndum og útkoman var vægast sagt æði. Efast um að margir  myndu fatta muninn svona við fyrsta bita.
Hér flýtur uppskriftin með fyrir þá sem vilja prófa:
Sellerírótin lítur svona út, pínu eins og hrukkóttur gamall karl með lítið hár ;)
Svo þarf bara aðeins að skafa af henni til að ná í góðgætið sem leynist fyrir innan.
Full af C vítamíni og B6 :)

"Rösti" sellerírótarkaka
 
400 g sellerírót niðurrifin
1 gulur laukur smátt skorinn
1-2 hvítlauksgeirar maukaðir
1 tsk blandað krydd, oregano, basilika eða eftir smekk
salt og pipar
3 msk olífuolía eða smjör
1 egg
3 msk beikonkurl
 
Aðferð:
 
Beikon steikt aðeins á pönnu, því næst er því hellt út í niðurrifna rótina, laukur og krydd og afgang af innihaldi bætt út í skál og blandað vel saman. Olía sett á pönnuna og öllu gumsinu hellt út á, þrýstið vel niður rótinni og leyfið að steikjast í 5 - 10 mín á meðal hita, setjið disk yfir kökuna og snúið við svo hún losni frá pönnunni og steikið hina hliðina vel.
Þetta má brúnast vel til að fá þessa karmelluðu áferð á laukinn og rótina.
 
4 g af kolvetnum í 100 gr
Þetta voru s.s. 16 g í rótinni í allri uppskriftinni og dugði vel fyrir 4-5
sem meðlæti með steik. Mjög mjög gott.

Sko, ein sæt sneið með kjötinu og salatinu fyllti magann vel ;)


No comments:

Post a Comment