Sunday, April 21, 2013

Starbucks hvað ?

Ok ég viðurkenni það, ég er nett ofvirk, hvort það er út af mataræðinu eða einhverju öðru þá er orkan þvílík þessa dagana og einni klukkustund eftir að ég vaknaði í morgun var ég búin að baka 3 uppskriftir af brauði og kökum. Jeminn ég varð bara að deila þessari með ykkur til að byrja með, ég hef alltaf leyft mér eina "blueberry muffins" á Starbucks þegar ég hef farið til útlanda ;) og þessi gefur henni ekkert eftir. Prófið bara.
 
 
 
Bláberja muffins, betri en á Starbucks
gerir 12 muffins
6 egg
120 ml rjómi
75 g kókoshveiti
240 ml bláber frosin ( 1 stór bolli)
140 gr erythritol
 
Hitið ofninn í 175 gráður
Þeytið vel saman egg, sætuefni og rjóma
Bætið svo við kókoshveitinu og blandið vel saman.
Leyfið deiginu að standa í 5 mín þar til það þykknar og blandið svo frosnum bláberjum út í
með sleikju. Setjið deigið í muffinsformin 12 og bakið í ofni í miðjum ofni í 25 mín.
Kælið og berið fram.

2.6 net carb í einni köku

4 comments:

 1. Ji hvað þetta hljómar vel, en ef ég á Xolo Sweet, gæti ég notað það í staðinn fyrir erythrol ? Ef svo er veistu sirka hvaða magn ?

  Kv Sigrún

  ReplyDelete
 2. Sá þetta á áhugasíðunni:
  Miðað við sykurmagn þá er magnið í sætuefni eftirfarandi, s.s. aðeins minna af Xylitolinu í stað Erythritol

  Hvítur sykur 1 bolli 1 msk. 1 tsk.
  Xlitol granulated 1 bolli 1 msk. 1 tsk.
  Stevia í dufti 1 tsk. ¼ msk. ögn
  Stevia fljótandi 1 tsk. 6-9 dopar 2-4 dropar
  Erythritol 1- 1½ bolli 1 msk.+ 1 tsk+

  ReplyDelete
 3. Hefur þú prufa að frysta muffinsin og brauðbollurnar?
  Takk fyrir frábæra síðu sem ég lifi á þessa dagana :-)

  ReplyDelete
 4. hef geymt bollulrnar í ískáp ef þær klárast ekki alveg strax, en það er örugglega hægt að frysta þetta allt saman. :) hef bara ekki þurft þess ennþá hih allt borðað hér strax

  ReplyDelete