Friday, April 26, 2013

Súkkulaði mini-möffins

Nú er makkarónu,möffins og bakstursæðið á enda komið í bili á þessu heimili. Það fara að skríða á mann nokkur kg með þessu áframhaldi en ég var samt búin að lofa einhverjum bakstursskvísum uppskrift af súkkulaðimuffins sem voru voða vel heppnaðar og kremi með : 


Hér er þetta
 
Súkkulaðimúffur:

30 gr kókoshveiti
20 gr green black kakó
3 stór egg
60 ml rjómi
70 gr erythritol

Hitið ofn í 175 gráður raðið mini muffins formum á bökunarplötu.
Blandið saman kókoshveiti og kakói gott að sigta það saman.
Blandið saman eggjum rjóma og erythritol þeytið vel saman.
Blandið þurrefnum varlega út í eggjablönduna og deilið svo deiginu niður í muffinsform.
Bakast í 15 mín, passið að baka ekki of lengi.
Svo má setja gott krem ofan á, eða þeyttan rjóma og jarðaber.

Eða nota þetta frosting:

Vanillu og rjómaosta krem

225 gr rjómaostur við stofuhita
225 smjör, má vera ósaltað í græna álpappírnum
200 g erythritol eða xylitiol, gott að setja í mixer og gera það púðurmeira,
1 ½ msk vanilludropar
Örlítið af xanthan gum ef blandan þykknar ekki nóg.
 
Þeytið öllu saman í skál, gott að hafa hana ekki of víða í þvermáli, frekar háa og þrönga og notið handþeytara. Kælið og sprautið svo á kökurnar.

 
Súkkulaðikrem sem er einnig mjög gott:

 3/4 bolli rjómi
120 grömm 85 % rapunzel súkk
2 msk kókosolía
1/2 bolli sætuefni, erythritol eða xylitol
(mætti setja í þetta möndludropa, eða vanillu) fer aðeins eftir smekk fólks

Brjótið súkkulaðið í bita, og setjið með rjómanum og kókosolíunni í örbylgju

eða bræðið í potti þar til uppleyst. Hrærið vel í á meðan.
Bætið við sýrópinu og sykrinum og hrærið.
Þetta má kæla í ískápnum og þegar þetta er orðið stíft þá má
taka kremið út , hræra það vel saman með gaffli eða þeyta með
þeytara, setja í sprautupoka og sprauta á múffur.

Sniðugt súkkulaðikókoskrem á mini cupcakes

1 dós Dr Georg 400 ml geymd í kæli
200 gr dökkt súkkulaði, 70-85%
smá sjávarsalt
má sæta með erythritol ef það er ekki nógu sætt.


Takið "rjómann, þykka partinn" úr dósinni og setjið í pott ásamt súkkulaðinu og bræðið saman
á lágum hita. Setjið blönduna í skál og kælið aftur (jafnvel yfir nótt)
svo má þeyta þetta og smakka til daginn eftir, flott frosting á Mini muffins.

Ofureinfalt krem allt sett í mixer:

1 dós kókosmjólk kæld í kæli,nota þykka rjómann
1/4 vatnið úr kókosdósinni
30 gr erythritol
má sæta meira með stevíu
ögn af sjávarsalti
1 msk hnetusmjör
35 gr kakó


blandið vel saman í blender eða mixer og
sprautið kreminu á kökuna, eða minimuffins.

1 comment:

  1. UMMM var að prófa þessar þar sem ég var í kökuþörf :-) Mjög góðar muffins.
    Takk fyrir frábærar uppskriftir og fróðleik.

    ReplyDelete