Monday, April 15, 2013

Sunnudagur með "essi"

Sunnudagar eru alltaf nokkuð skemmtilegir, ódýrt í ljós fyrir þá sem slíkt stunda í Stjörnusól, sundlaugin á Ásvöllum býður upp á sjóðheita potta sem henta vel eftir Crossfitæfingu og svo er bara snilld að spæla egg og svínabeikon og baka súkkulaðiköku á sunnudögum.
Súkkulaðikaka af bloggi Tvíbura gourmet uppskriftasíðunnar


Kvöldmaturinn samanstóð af spínati og kjúkling sem var guðdómleg útfærsla af "Spínatrækjurétt" sem ég fékk að láni og breytti örlítið og með þessu bar ég fram tilraun af Eggaldinuppskrift sem ég sá "Góða kokkinn" á RÚV matreiða fyrr í vikunni. Notaði afgangs chimichurri sósu á Eggaldinið enda nánast sama innihald í uppskrift kokksins og þeirri úr LKL bókinni sem notuð var kvöldið áður með steikinni. Mér finnst svo nauðsynlegt að nýta vel það sem er til í ískápnum því hráefnið getur sumt verið í dýrari kantinum og þá aðlagar maður auðvitað matseðilinn eftir því í stað þess að rjúka í búð og kaupa allt nýtt.
Takið því alltaf birgðatékk í ískápnum áður en hafist er handa í eldhúsinu, það gætu líka komið góðar uppskriftir út úr því. Ég fer nánast aldrei eftir vikumatseðlum, hef aldrei gert lengur en í 2 daga max og mun ekki breyta því hér eftir. Það bara hentar ekki minni ofvirkni og líka miklu skemmtilegra að lifa svolítið kæruleysislega.
 
Eggaldin með fetaosti og hvítlauksdressingu ( eða chimichurri ef hún er til )
 
Innihald:
1-2 Eggaldin
  lína skorin með beyttum hníf utan um stöngulinn efst,
síðan 4 rákir niður eftir endilöngu grænmetinu.
Nuddað upp úr smá ólífuolíu og sett í heitan ofn á góðum grillhita,
bakið eggaldinið í um það bil 20 mín og snúið því á 5 mín fresti þar til húðin er orðið gullbrún.
 
Dressingin:
1-2 hvítlauksgeirar
söxuð steinselja góð lúka
5-6 msk góð ólífuolía
salt og pipar
150 g af Fetaosti ( kubbur án olíu )
sítróna til að kreista yfir í lokin
 
Þessu er öllu blandað saman.
Eggaldinið er tekið út úr ofninum, húðinni flett af, skorið eftir endilöngu og flett út svona eins og hjarta. Fetaosturinn mulinn ofan í rjúkandi heitt grænmetið og svo dressingunni dreift yfir. Dálítill sítrónusafi kreistur yfir í lokin og saltað og piprað eftir smekk.
Mjög góð tilbreyting skal ég segja ykkur.
 


Spínatkjúllinn góði.
 
1 poki spínat
1 bakki kjúklingabringur, feskur kjúklingur ósprautaður
1-2 dl parmesan ostur
Jalapeno ostur (hringlóttu)
rjómi
pipar
 
Kjúklingur steiktur á pönnu í litlum bitum og settur til hliðar, ég steikti upp úr smjöri og pipraði vel.
Spínatpokinn nú settur á pönnuna, bara nota sömu pönnu, smjörsteikt og piprað.
1-2 dl af Parmesanosti (nýrifinn bestur) sett út á pönnuna
1/2 rifinn jalapeno ostur (má líka nota aðra osta)
1-2 dl rjómi
 
Allt látið malla saman og svo er kjúklingabitum bætt út í að lokum.
Borið fram með fersku salati og eggaldin.
 
Þetta var s.s. Sunnudagur með mörgum s-um og endaður á bíómynd um Sjóræningja, dönsk snilld í Háskólabíó sem ég mæli klárlega með. Danirnir kunna þetta... spenna, sjór og svaðalegar tilfinningar...
 


No comments:

Post a Comment