Friday, April 5, 2013

Uppáhalds græjan !

Nú er ég búin að lesa sirka 20 pósta á fésbókinni í kvöld um "blómkálspizzur" og vangavelturnar eru af ýmsum toga. Hvernig er best að hakka blómkálið í botninn, hvernig er suðutíminn, áferðin og fleira. Ég verð því hreinlega að deila með ykkur tærri snilld sem hefur komið sér einstaklega vel við matargerðina undanfarið og flýtt heilmikið fyrir mér í tilraunaeldhúsinu.
Ég nota þessa snilld við blómkálstætinginn, fyrir áleggið og í heilmargt annað. Muna svo að það þarf ekki að mauksjóða kálið, bara rétt að skella því í örbylgjuna í 5- 8 mín.

Ég fjárfesti s.s í græju snemma á árinu á heimakynningu, já mikið rétt, ég fór á Tupperware kynningu gott fólk !! Kannski var það upphaflega meira fyrir kurteisis sakir verð ég að viðurkenna þar sem ég er ekki þekkt fyrir að segja "nei", og sérstaklega ekki við vinkonur mínar. Jæja ég mætti á svæðið hlustaði og hló, jammaði og játti öllu sem virtist vera alveg nauðsynlegt á heimilið og verslaði svo auðvitað manna mest að lokum en ég sé ekki eftir einum einasta hlut sem ég eignaðist þennan fagra sunnudag.
Ég vissi sossum ekki á þessum tímapunkti að ég væri að hefja minn LKL/ Ketó lífstíl stuttu síðar en boy o boy hvað tímasetningin var eitthvað rétt !
Þá komum við að "græjunni"... við erum að tala um matvinnsluvél sem gengur aðeins fyrir handafli, er lítil og nett en ræður vel við lauk, blómkál, hvítkál og sveppina t.d. sem eru svo mikið notaðir í matreiðslunni á heimlinu svo þetta hefði ekki getað komið sér betur. Kemur sér einstaklega vel í guacamole maukun, pestógerð og þeytingu á rjóma, eins og hannað fyrir LKL :) Ég fékk mér svo líka box undir grænmetið með öndun sem lengt hefur líftímann svo um munar á t.d. blessuðu spínatinu enda óþolandi að henda heilu og hálfu pokunum af ólystugu grasi !!

Ég frétti núna að þessi eðalgræja væri að koma á rosa tilboði í næstu viku og því kem ég þessu áleiðis fyrir hana Bryndísi mína Björnsdóttur, íþróttaálf, hjúkkunema og ofurmömmu.

Fyrir áhugasama þá verður tryllitækið núna á 9.380 í staðinn fyrir 13.840.- þarf að panta fyrir 14 apríl
Bryndís María Björnsdóttir sölumaður : bryndismaria@gmail.com

No comments:

Post a Comment