Wednesday, May 1, 2013

1. maí skyr í sparifötunum

Nú þurfa eftirréttir ekki alltaf að vera flóknir, bakstur og marenge tilraunir geta farið út um þúfur þegar verið er að leika sér með sætuefni og því er oft "minna, betra" Ég á von á fullu húsi af fólki í mat, er með þakkagjörðarmáltíð fyrir alla hjálparkokkana sem lögðu hönd á plóg við fermingarundirbúning og þar sem ég er búin að forbaka 6 pizzubotna þá nennti ég ekki meiri bakstri og ákvað að gera frekar einfaldan eftirrétt. Úr varð þessi skyrréttur í sparifötunum, enda 1. maí í dag. Til hamingju með daginn!


Skyrterta:
 
1 poki frosin hindber
1 stór vanilluskyr.is
1 peli rjómi
1/2 tsk vanilluduft, Bourbon
Möndlur, pecanhnetur og macadamiuhnetur, ca 3 lúkur.
50 gr smjör bráðið
1 msk sætuefni, xylitol, stevia eða erythritol
1 tsk kanill

Hitaði möndlur, pecanhnetur og nokkrar macadamiuhnetur í ofni í 5 mín á háum hita, malaði í mixer og blandaði út í 50 gr af bráðnu smjöri og 1 tsk kanil, 1 msk sætuefni og svo þjappað í form. Skyr.is vanilla, stór dós og 1 peli þeyttur rjómi blandað saman við 1/2 tsk vanilluduft, sett ofan á mylsnuna. Hitaði svo hindber í potti, 3-4 dropar stevía/( eða eftir smekk ) hellt yfir. Kælt þar til borið fram.Afgangur fór svo í krukku og mun notast ofan á örbylgjubollu með smjöri og osti t.d. ;) Fín sulta.

3 comments:

 1. Hvað eru mörg grömm af kolvetnum í þessu

  ReplyDelete
 2. Ekki með það á hreinu því miður, en það eru auðvitað kolvetni í skyrinu og rjómanum, eitthvað í hindberjunum og hnetum. En svo er það alltaf spurning um hversu mikið magn maður fær sér af réttinum. Við vorum 15 stk sem borðuðum af þessari köku og hún kláraðist ekki alveg svo það var nú alveg ágæt deiling :) En þetta er eins og nafnið gefur til kynna, "spari" skyr.

  ReplyDelete
 3. Þessi sló alveg í gegn heima hjá mér! Krakkarnir elskuðu hana sem og fullorðna fólkið:) takk fyrir okkur!
  kv
  Rut

  ReplyDelete