Sunday, May 5, 2013

Blómkálsdúllur

Blómkál er hægt að matreiða á ýmsan hátt og hér er ein góð aðferð. Það er svona nettur kartöflukeimur af þessum blómkálsdúllum og passa þær vel með kjöti og fisk.
 
 
Blómkálsdúllur
 
500 gr blómkál ferskt
1 tsk himalaya salt
30 smjör
2 stór egg
3 msk kókoshveiti

1/2 rifinn piparostur ( valfrjálst )
 
Gufusjóðið eða sjóðið blómkálið þar til það er mjúkt.
Hellið af vatninu og maukið með töfrasprota
eða kartöflustöppu. Hitið ofninn í 180 gráður
Setjið saltið og smjörið út í stöppuna og blandið áfram vel.
 Eggin fara því næst út í og áfram hrært,( piparostur má fara hér út í)  að lokum
fer kókoshveitið út í blönduna og allt maukað vel saman.
Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið litlum dúllum á bökunarpappír.
Bakið í ofninum í sirka 20- 30 mín. Þetta skal bera fram heitt.
Rosa gott með kjöti og fiski, með sósu eða bara hverju sem er.

No comments:

Post a Comment