Monday, May 6, 2013

Brúsastaðabaka bóndans

Mmmm... ég skal viðurkenna að ég er dálítil bökukelling, elska svona grófa botna með smá tuggu í. Það vildi svo til að ég átti til afganga frá steikarkvöldinu í gær og nokkra sveppi svo þetta varð útkoman að síðbúnum hádegismat. "Brúsastaðabaka bóndans" var hún skírð, bara alvöru kjöt og kraftaspínat, svona nettur ruddi sem bragð er af haha.
 
Uppskrift:
 
Brúsastaðabakan.
 
50 gr möndlumjöl ( 3.5 netcarb í allri pizzunni)
20 gr Flax seed meal, mér finnst það gefa svona gróft heilhveitibragð
1 egg (1 netcarb)
50 gr rifinn ostur, ég notaði hvítlauksost sem var æði
1/4 - 1/2 tsk salt

Hræra þessu saman í skál og setja á bökunarpappír, setja annan pappír yfir og
fletja út í sirka 9 tommu pizzu
baka í ofni, 160 gráður á blæstri í um 5 mín eða þar til botninn stífnar aðeins.
 
Álegg:
1 góð msk sveppasmurostur
roastbeef 4 sneiðar, eða afgangs steik ef hún er til
2-3 sveppir niðurskornir
Oregano 1 tsk
1 tsk furuhnetur
Lítil lúka af spínati
ólífuolía
 
Sveppaostinum smurt yfir botninn, roastbeef og áleggi dreift yfir og öllu skellt í ofninn
í 5-8 mín í viðbót í 200 gráðu hita. Má bæta við s
má rifnum osti en ekki nauðsyn.
Gott er svo að hella pínu ólífuolíu yfir og njóta svo í botn. Þessi sæta pizza var fullkominn skammtur
fyrir okkur mæðgurnar saman og við erum ofboðslega saddar og sælar.2 comments:

 1. Sæl María,

  Vil byrja á að þakka þér fyrir frábæra síðu og girnilegar uppskriftir....auðveldar manni aldeilis lífið ;)
  Ég er nýkomin með bökuæði (kjúling, hakk o.þ.h.) og langar að gera LKL væna böku, gæti ég notað þennan botn eða gætirðu bent mér á aðra uppskrift sem hentar? Dæmi um böku sem ég hef verið að gera er: http://ljufmeti.com/2012/08/17/tacobaka/

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl þessi botn er meira í ætt við Saffran pizzubotn, grófur og þunnur frekar, gætir kannski bætt við eggi og lyftidufti fyrir svona "crust" botn. !

   Delete