Tuesday, May 7, 2013

Culiacan er með þetta !

Jæja kæru bloggvinir, nú er kominn valmöguleiki á skyndibitastaðnum Culiacan á fljótlegum og góðum mat sem er ansi LKL vænn, hvort sem það er í hádeginu eða seinnipartinn. Tilvalið fyrir bíóferðina t.d. ef allir eru á síðustu stundu :) og eins hægt að grípa þetta með á leið heim úr vinnu. Er voðalega stolt af því að hafa fengið að vera með í að þróa þessa rétti með Culiacan, þar er fólk á ferð með metnað fyrir hlutunum og leggur mikla áherslu á ferskleika og góða matreiðslu á vörum sínum. Það get ég ábyrgst enda búin að sniglast þarna um staðinn undanfarna daga :) Culiacan byrjar í dag, þriðjudag með þessa rétti á matseðlinum og verður gaman að sjá hvernig fólki líkar. Eigið góðan dag.
 


3 comments:

 1. Var einmitt að fara að ath með uppskrift og var á leið úr vinnu, tók upp símann og pantaði Hot plate, þvílíkur luxus eftir langan vinnudag :)
  Frábært framtak :)

  ReplyDelete
 2. Innilega til hamingju með þetta alltsaman!! Gaman að fylgjast með þér:)
  Kv
  Kristjana

  ReplyDelete
 3. Hvernig dressing er notuð á Salatið?

  ReplyDelete