Friday, May 31, 2013

Ég á stúdínu úr MR og samt bara rétt rúmlega þrítug !

Það er alveg ótrúlegt að þessi unga dama sé búin með 4 ár í framhaldsskóla. Það er svo ósköp stutt síðan við hjónin sátum á kynningarfundi með henni í ráðhúsinu á sínum tíma og hún hóf sína skólvist í MR. En tíminn líður og síðustu dagar hafa farið í undirbúning á útskriftarveislu sem var alveg í okkar "LKL- anda" og er ég ekki frá því að gestir hafi farið töluvert léttari á sér heim,eða hvað veit maður :)
Myndir segja meira en þúsund orð... margt hér eru uppskriftir af síðunni
en eins eru þarna nokkrar nýjar sem ég mun skrifa um á næstu dögum.
Vildi bara leyfa ykkur að sjá hversu auðvelt það er í raun að græja fram
nokkra rétti í eitt stk útskrift a la LKL
Tiramisubollar og spínatsalat...
Brauð, kex, grafið naut, mexícobollur, heimagerðar.
Jarðaberja og kökuspjót með rjómaskyrblandi, og pannacotta með blá/hindberjamauki..
Fyllt egg með avocado, grafin gæs og reykt önd....
Súkkulaðimuffins, hnetugott, ostapinnar með salami og chorizo, einfalt !
Matarklattar,kjúklingasjót og skinku og aspasrúllur...
Mini eggja ommilettur - Jalapeno...

Gróf og fín útgáfa af hvítlauksbrauðinu.
Verði ykkur að góðu... pósta uppskriftum hér á næstu dögum : Fylgist með
 Fyllt egg fyrir partý:
24 helmingar fást úr þessari uppskrift.
 12 harðsoðin egg
 1 tsk salt
 1 tsk sítrónupipar
 230 gr rjómostur
 ferskt steinseljubúnt


 Takið skurn af eggjum, skerið eftir endilöngu og takið rauður innan úr.
 Geymið hvíturnar í skál á meðan. Maukið rauðurnar og blandið kryddum út í .
 Setjið svo rjómaostinn út í og blandið vel saman. Þessari blöndu má svo sprauta ofan í hvíturnar og skreyta með steinselju. Mjög gott og ekta LKL
Svampkaka með jarðaberjum og rjóma

350 grömm möndlumjöl
50 gr erythritol
6 dropar af vanillusteviu  
3 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
75 gr smjör ósaltað og kalt
2 egg lauspískuð
1 tsk vanilla
120 ml rjómi


Blandið öllu vel saman í hrærivél fyrst þurrefnum og köldu smjörinu í litlum bitum.
Bætið svo við rjóma, vanillu,eggjum og blandið áfram. Hellið deiginu á plötu og dreifið úr því, má fletja út með pappír ofan á. Bakað í 15 mín í 180 gráðum eða þar til gyllt. Það má stinga út litla hringi í deigið áður en það er sett í ofn og þá er hægt að búa til litlar kökur sem má setja á pinna með jarðaberjum og rjóma á milli.Sá svo fallega uppstillingu á vefnum með svamptertukökum á pinnum og með jarðaberjum og þaðer gaman að dúlla sér aðeins ef maður hefur tíma fyrir svona framsetningu. Það er líka hægt að brjóta kökuna niður í skálar og setja skyr og rjóma, jarðaber til skiptis og sykurlausa karmellusósu yfir.Allt eftir hentugleika.

 Jalapeno muffins:
6 egg
130 gr ísbúi ostur( má nota annan ost líka)
130 gr cheddar ostur
70 gr parmesan ostur
60 ml rjómi
1 tsk salt
1/2 tsk pipar

2 dl af niðurskornum Jalapeno chilli peppers, (ég notaði úr krukku MT Olive sem ég fékk í Kosti) Allt hrært saman og sett í minimuffins form, spreyja aðeins með Pam og þá renna þær auðveldlega úr forminu, Pam er undraefni !!

 
Spínatsalat:

1 poki ferskt spínat eða hálfur frosinn
1 dós sýrður rjómi
2 dl pecanhnetur í mixer eða rúmur dl macadamiuhnetur
...
1/2 rauðlaukur
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlaukssalt
1 tsk paprika
1 msk Tamari sósa
6 steviudropar
( ég smakkaði svo bara til bragðið með svörtum pipar þar til ég var ánægð, sumir vilja sterkt bragð, aðrir enn sætara, meira salt)

Setja í matvinnsluvél og bera fram með LKL hrökkkexi/ hvítlauksbrauði eða sem ídýfu með niðurskornu hnúðkáli td. 

5 comments:

 1. Váá .. ertu ekki að djóka með þetta glæsilega veisluborð María!!! Bíð spennt eftir uppskriftunum ....
  Til lukku með glæsilegu stúdínuna :)

  bkv.
  Raggý Scheving

  ReplyDelete
 2. Vá þvílík snilldarveisla María Krista!! Dáist að þér.
  Falleg stelpan ykkar, til hamingju með hana.
  kv
  Kristjana

  ReplyDelete
 3. Þetta er stórglæsilegt! Til lukku með stúdentinn :)

  ReplyDelete
 4. Glæsilegt! Þú er nýi "mentorinn" minn í fæðuleitinni :) snilldar síða, flott framsett og skemmtilegar hugleiðingar.

  ReplyDelete