Friday, May 17, 2013

Einfalt og gott salat

Stundum þarf að skella í sig hádegismat á mettíma og þá er gott að grípa í eitthvað fljótlegt.
Þetta salat er svo mikil snilld að hálfa væri helmingur, góð fita, gott bragð og prótein, allt í sama pakkanum. Hægt að baka pítubrauð og eiga í frysti sem eru góð með þessum einfalda rétt.

Avocado salat
skammtur fyrir einn
 
1 avocado ( grænu netunum í Bónus t.d. )
1 harðsoðið egg
1 góð tsk Allioli ( gular dollur í flestum búðum, ekki taka græna eða rauða, kolvetni þar á ferð)
Silkiskorin skinka, klettasalat t.d. með þessu.
Maukið saman með gaffli, og setjið ofan á klettasalat og hafið skinkuna "on the side"
 
Þetta má setja í pítubrauð líka:
 
Pítubrauð um 5 stk.
 
160 gr möndlumjöl
65 gr parmesan ostur
30 gr Now prótein, án bragðefna
5 msk Husk
1/2 tsk salt
2 egg
150 ml soðið vatn
 
Blandið öllu saman í hrærivél, soðna vatninu síðast.
Hrærið þar til deigið þykknar.
Skiptið deiginu í hæfilega stór pítubrauð, fletjið aðeins út,bakast
í 180 gráðu heitum ofni í ca 20 mín, skerið brauðin svo í tvennt og búið til rauf fyrir
álegg sem hentar.
 

 
 
 

No comments:

Post a Comment