Saturday, May 25, 2013

Ís ís ís ís

Ert þú Vesturbæjarísstýpan ? Þá er þessi góður fyrir þig. Ekta ömmuís með "nálum"
Einfaldur og góður.
Ömmuís:
 
3 eggjarauður eða 3 heil egg, smekksatriði
1 peli rjómi
3 msk sætuefni t.d. erythritol
1-2 msk vanilludropar
 
Stífþeytið rjómann í skál.
Í annari skál þeytið vel saman eggjum, vanillu og sætuefni
Blandið þessu varlega saman við rjómann og frystið í formi.
Það má auðvitað bragðbæta ísinn ef maður vill með,dökku kakói, bragðefni, sykurlausu karmellusýrópi eða próteini en mér finnst hann bestur svona einfaldur og  "ömmulegur".
 
Súkkulaðisósa:
 
2-3 msk kaldpressuð kókosolía (Himnesk hollusta mjög góð)
2 msk dökkt kakó
sætuefni eftir smekk
2-3 msk heitt kaffi.
Möndlu eða vanilludropar mjög góðir til að bragðbæta.
 
Öllu hrært saman og smakkað til.

2 comments:

  1. hverju breytir að hafa eggjarauðu eða egg? er mikill munur á bragðinu?

    ReplyDelete
  2. sumum finnst eggin gera hann harðari, og vilja því frekar nota bara rauðurnar, mér finnst fínt að nota 2 heil egg og eina rauðu

    ReplyDelete