Thursday, May 16, 2013

"Júrópoppers", það held ég nú !!

Mikið óska ég Eyþóri og krökkunum úti í Svíþjóð innilega til hamingju, hér á bæ var haldin veisla eins og alltaf þegar þessi skemmtilega kjánalega keppni er haldin og þó við segjumst aldrei fylgjast með þessu né halda að við komumst áfram þá flugu hér púðar og öskrin heyrðust niður á eyri þegar Ísland var lesið upp. Auðvitað viljum við að okkur gangi sem best og Eyþór var eins og norræn ofurhetja á sviðinu því það lýsti hreinlega af honum, snilllllingur. Jæja, ekki fær maður sér hefðbundið snakk á svona kvöldum svo hér var skellt í nokkra "júrópoppers"

 Uppskriftin er aðeins frábrugðin því sem ég hef séð áður, mér finnst óþarfi að vefja heilli beikonlengju utan um jalapenoið og miklu fallegra að bera það fram á þennan hátt.
 
"Júrópoppers 20 stk"
 
10 heilir ferskir jalapenobelgir (fékk þessa í Kosti)
200 gr hreinn rjómaostur
100 gr beikonsmurostur
1 box af kurluðu beikoni
rifinn jalapeno-ostur eða annar rifinn ostur ( valfrjálst )
 
Endarnir á jalapenobelgjunum skornir af ( breiðari endinn)svo eru þeir skornir niður eftir endlöngu.
Það fást því 20 helmingar úr þessu magni.
Hreinsið fræin úr og hendið.
Blandið í skál rjómaostinum og beikonosti, og ég setti 1/3 af beikonboxinu út í ostablönduna.
Því næst smyr ég ostinum með teskeið inn í hvern helming og legg á pappírsklædda bökunarplötu.
Stráið beikonkurli yfir hvern pipar og dálitlum osti ef þið viljið.
Bakist í ofni í 15-20 mín á 180 gráðu hita.
Varúð þetta er heitt, en ruuuugl gotttt.
 

No comments:

Post a Comment