Mokkabúðingur
360 ml rjómi
60 gr erythritol
3 tsk instant kaffi
3 stór egg
30 gr gott kakó
1 tsk vanilludropar
60 gr erythritol
3 tsk instant kaffi
3 stór egg
30 gr gott kakó
1 tsk vanilludropar
Aðferð:
Hitið allt í potti nema kakóið, passið að láta ekki sjóða og hrærið stöðugt í blöndunni.
Þegar búðingurinn fer að þykkna aðeins, þá má sigta kakóinu í, hræra áfram vel og hella svo í litlar skálar eða bolla. Mér fannst gott að skella honum í frystinn í sirka 2 tíma. Fullkomið með rjómaslettu.
Þetta var útgáfan með kaffinu, en svo gerði ég aðra með engu kaffi og það var alveg ljómandi gott líka, bara ekta súkkulaðibúðingur :)
Þetta var útgáfan með kaffinu, en svo gerði ég aðra með engu kaffi og það var alveg ljómandi gott líka, bara ekta súkkulaðibúðingur :)
Þetta var eftirrétturinn hjá okkur eftir "Stjána bláa kjúllann" sem er að komast á uppáhaldslistann hér á heimilinu. Smá upprifjun:
Spínatpoki, kjúklingur, jalapeno ostur, rjómi, pipar, hvítlaukur, beikonkurl.
Meðlæti: Hvítlauksbrauðið góða sem ég gerði núna með möndlumjöli sem ég malaði sjálf.
Mjög gott að hafa það bara frekar grófmalað, hef sjaldan séð þetta hverfa jafnhratt af borðinu.
Uppskrift:
dugar á litla bökunarplötu, 2 faldið ef þið viljið meira magn
6 tsk möndlumjöl (grófmalað)
1 egg
2 dl rifinn ostur
hvítlaukssalt 1/2 tsk
Blandað vel saman í skál og svo dreift úr þessu á bökunarpappír, þetta er frekar laust í sér til að byrja með en svo jafnar deigið sig út í ofninum og rennur saman í þessa dásemd. Bakað í 180-200 gráðu ofni í 10 mín sirka, skorið niður í lengjur og svo má skella því smá stund í viðbót í ofninn, þá verður þetta enn stökkara og gott að losa í sundur.
Takk fyrir að vera svona frábær, hjálpar ekkert smá mikið okkur sem erum að byrja að fá hugmyndir og uppskriftir. frábær matur sem þú ert að gera.
ReplyDeleteSegi bara en og aftur takk
kveðja Silley
Æ takk fyrir það, mjög gaman að heyra svona viðbrögð. Ég reyni líka alltaf að gera gott úr því sem ég er að prófa hverju sinni, það vill enginn lifa á loftinu eða naga gulrót endalaust, enda gengur það ekki til lengri tíma. Njóttu.
ReplyDeleteHæ og takk fyrir frábæra síðu, er að byrja á LKL og ætlaði að gera Stjána bláa kj´´ulla en finn ekki uppskriftina, gætiru sett hana inn ?
ReplyDeletehttp://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/search/label/Sp%C3%ADnatkj%C3%BAklingur%20og%20eggaldin%20me%C3%B0%20feta%20og%20hv%C3%ADtlauk þetta er s.s. bara sama og spínatkjúklingurinn
ReplyDelete