Monday, May 13, 2013

Kjötpizza, já allt er til..

Það vill stundum fara þannig að við hjónin kaupum sömu vöruna í búðinni og um helgina var ískápurinn skyndilega orðinn fullur af chorizo pylsuáleggi. Þá var ekki annað í stöðunni en að nýta það sem best og ákveðið að prufa sig áfram með "kjötpizzugerð" en ég hef heyrt töluvert um slíkar "pizzur" í lág kolvetna matarveröldinni. Það var pínu spes að nota hakk sem botn í pizzu en kom þrælvel út og verður eflaust gert aftur.  
Botninn:
 
700 gr hakk ( má vera kg )
1 egg
1 msk oregano
1 msk paprika
1 msk hvítlauksduft
salt pipar
Öllu blandað saman og sett í hring á bökunarplötu, hitað í ofni á 180 gráðum, gott að hafa ofnskúffu fyrir neðan grind svo vökvinn nái að leka niður. Þetta er já pínu subbulegt en vel þess virði.
Ég setti svo "kjötpizzubotninn" á nýjan pappír og áleggið á, pizzusósu blandað saman við  pizzusmurost og smurt á "hakkið", sveppir,rauð paprika, chorizo álegg, skinka, rauðlaukur, rifinn paprikuostur.  Allt aftur í ofninn og tilbúið þegar osturinn hefur brúnast.
 

Borið fram með hrásalati, og við erum nánast enn södd enda matarmikið mjög þótt að botninn hafi rétt verið um 12 " í stærð en hakkið skreppur vel saman í ofninum.1 comment:

  1. Girnilegt en hvað er chorizo álegg ?

    ReplyDelete