Sunday, May 5, 2013

Korpúlfsstaðir, algjör snilld

Já ég veit, pínu ofvirka týpan á blogginu núna, en ég varð hreinlega að deila reynslu minni úr heimsókn fjölskyldunnar á Korpúlfsstaði, sem ég tel vera eitt best geymda leyndarmál reykvíkinga, eða tilheyra Korpúlfsstaðir ekki örugglega Reykjavík ;) Fórum í laugardagsrúnt í heimsókn í galleríið og vorum svo heppin að það var opið í öllum vinnustofunum eins og venjan er víst fyrsta laugardag hvers mánaðar. Mæli svo sannarlega með að kíkja þangað upp eftir, lifandi tónlist, veitingar í öllum hornum, yndisleg listaverk til sýnis og sölu og fallegt handverk í hverju skúmaskoti. Áfram Korpúlfsstaðir. Ég nældi mér í nokkra hluti og þar á meðal bolla undir Avocadoísinn sem varð að prófa í dag. Mmmmm gott.
https://www.facebook.com/gallerikorpulfsstadir hér er linkur á síðuna þeirra.

 
"Avocadoís"
 
1-2 avocado, fer eftir stærð, ég notaði 2 svona úr græna Bónus-netinu
1 dl rjómi
6-8 dropar stevía
 
Maukað í spað í mixer og fryst í 2 tíma sirka. Kom skemmtilega á óvart.

No comments:

Post a Comment