Tuesday, May 21, 2013

Kuldaboli úti, heitur matur inni...

Afgangar þurfa ekki að vera óspennandi og í hádeginu var afgang af mexícoveislu sem uppskrift er af hér í eldri póstum, breytt í dýrindis kjúklingasúpu, kókosmjólk bætt út í kássuna og dálítill rjómi með. Til að fullkomna kósýstundina fyrir nautnabelginn ákvað ég að prófa að gera eggaldinsamlokur sem komu ljómandi vel út og þetta tvennt átti fullkomnlega vel saman.

 
Eggaldinsamlokur í ofni:
 
Hitið ofninn í 180 gráður
1 eggaldin skorið niður í sneiðar um 0.5 cm og látnar standa í söltu vatni í 20 mín,
 1 tsk af salti dugar
Sneiðarnar veiddar upp úr og þerraðar, penslaðar með dáltítilli ólífuolíu.
 
Mitt álegg að þessu sinni var afgangs mexícoostur, beikonkurl, steinselja og smá tómatpúrra.
Setjið áleggið á eina sneið og því næst aðra sneið ( helst svipað stóra )ofan á
Veltið "samlokunum" upp úr 1 pískuðu eggi, og því næst upp úr blöndu af parmesanosti og möndlumjöli, ca 2 msk af hvoru.
Sett á bökunarpappír og bakað í ofn þar til að kraumar í ostinum.
Mjög saðsamt og gott á kuldalegum dögum.
  

1 comment:

  1. Sæl og takk fyrir frábæra síðu. Ég prófaði þetta í gær með túnfiskssalati á milli, þetta er svakalega gott ;)

    ReplyDelete