Thursday, May 23, 2013

"Kýrin mín sú ?"

Veit ekki hvort það eigi bara við mig persónulega, en ég eeeelska Tiramisú eftirrétti og panta þá iðulega ef farið er í betri skóna. Hef prófað töluvert margar útfærslur í ferðalögum erlendis og fengið jafn misgóðar og þær voru margar :) Rjómi,ostur, kaffi, romm, sykur, kakó.. hvað er ekki hægt að elska við þetta ? Hér er útfærsla fyrir "Lág kolvetna" aðdáendur sem er æði. Get ekki fundið neitt að þessu og sýnishornið er langt á veg komið enda gott aðgengi í ískápinn hér á heimilinu.
Uppskrift:
dugar vel fyrir 4-6
 
Kakan sjálf:


3 egg aðskilin í hvítur og rauður
1 msk kókoshveiti
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
2 msk kalt vatn
1/2 tsk vanilludropar
60 gr erythritol
 
Aðferð:
Hitið ofn í 160 gráður
Stífþeytið eggjahvíturnar vel.
Þeytið í annarri skál rauður, vanilludropa, erythritol og vatn þar til þetta er létt og ljóst.
Sigtið kókoshveitið og lyftiduft saman við og hrærið áfram.
Blandið nú varlega saman við eggjahvítunum með sleif og passið að loftið fari ekki úr blöndunni.
Smyrjið deiginu á bökunarpappír, það þarf ekki að fylla alveg út plötuna, leyfa þykktinni að halda sér aðeins.
Bakið í 25-30 mín þar til fallega gyllt.
Takið kökuna út og kælið. Hér má skera niður kökuna í hentuga stærð á
formi en skemmtilegt er að gera Tiramisú lagskipt t.d. í fallegri skál.
Það má líka brjóta kalda kökuna niður í bita þegar hún kólnar og raða í mót.
 
Fylling:
1 uppáhelltur sterkur kaffibolli til að bleyta í kökunni.
1-2 tsk rommdropar ( má sleppa )
250 g Mascarponeostur eða rjómaostur( stofuhiti )
1 egg
2 msk erythritol
1 msk rjómi
1/2 tsk vanilludropar

Þeytið innihaldsefnin saman í hrærivél eða þeytið þar til létt og ljóst.
Setjið nú köku í botn á formi, dreifið svo með skeið kaffiblöndunni yfir, rétt til að bleyta í kökunni sem er líklega farin að harðna aðeins á þessum tímapunkti.
Setjið því næst 1-2 msk af fyllingu yfir, dreifið úr og gott að sigta smá kakói yfir 1 tsk dugar langt.
Aftur fer kaka í formið, kaffibland og svo koll af kolli. Það má líka alveg hafa þetta í einu stóru fati, s.s. kaka í botninn og fyllingin yfir.
Mér fannst voðalega fínt að skreyta með þeyttum rjóma, brjóta svo afgangs köku niður og
skreyta með henni, kakó sigtað yfir og allt í ískápinn.
Gangi ykkur svo vel að bíða eftir því að þetta kólni og taki sig í ískáp því það er vitað að
Tiramisu er langbest daginn eftir ;)
 
Það eru um 4 netcarb í eggjunum, 10 netcarb í rjómaostinum, 3 netcarb í rjómanum og eitthvað bætist við úr kókoshveitinu en ég er ekki alveg með nákvæmar tölur.
Þetta dugar þó vel fyrir 4-6 manns.
 

Það gekk aðeins af kökunni svo ég setti afganginn í desertskál, bleytti í með kaffiblöndunni, setti slettu af skyr.is/vanillu á milli, meira af köku og kaffi, þeyttan rjóma, og kakó sigtað yfir. Myndi segja að þetta væri skyndilausn á Tiramisu og góð svona hversdags :) Toppar þó ekkert mascarponeostinn góða.

No comments:

Post a Comment