Sunday, May 19, 2013

Laukhringir ....

Ég fæ ekki nóg af því að gera svona hamborgarasalat, það er bæði svo fljótlegt og einfalt þegar maður nennir ekki að standa í bakstri en í staðinn eyddi ég orkunni í að prufa mig áfram með laukhringjagerð. Það heppnaðist stórvel enda einföld uppskrift og gott að fá smá tilbreytingu öðru hverju.
 

Laukhringir

Einn hótellaukur skorinn í 1/2 cm þykkar sneiðar, losið hringina sundur.
2 msk kókoshveiti, eða 1 msk kókoshveiti og 2 msk Flax seed meal/Hörfræmjöl, (mjög gott)
2 msk parmesanostur

1/2 tsk hvítlaukssalt
1/2 tsk steinselja
1/4 tsk cayenne pipar
1 egg

Hitið ofn vel í 220 gráður,

Pískið egg í skál og veltið laukhringjum upp úr blöndunni.
Blandið þurrefnum og kryddi á disk og veltið svo laukhringjum upp úr því.
Setjið laukhringina á bökunarpappír og inn í ofn í 10-15 mín þar til þeir eru brúnir og stökkir.

No comments:

Post a Comment