Wednesday, May 29, 2013

Naggar á línuna

Það getur verið erfitt að koma mat ofan í blessuðu börnin okkar og það er eins og sum börn finni á sér þegar eitthvað er "hollara, eða ólíkt" öðrum mat og eru fyrirfram búin að ákveða að nýja mataræðið hjá mömmu og pabba sé "ógeð" Kjúklingur í kornflexi hefur verið mjög vinsæll á heimilinu hingað til en mig langaði að gera kjúkling sem myndi henta öllum og fann þessa uppskrift sem ég prófaði á línuna og virkaði vel.

Kjúklinganaggar fyrir alla,konur, börn og kalla.
 
4 bringur skornar niður
Rasp:
65 gr möndlumjöl
3 msk parmesanostur
2 msk steinselja
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk paprika
1/2 tks salt
 
Lögur fyrir eldfast fat:
3 msk smjör
3 hvítlauksgeirar
1 tsk olía
 
Skerið kjúlla niður, blandið innihaldi í raspi saman í skál.
Veltið bitunum upp úr blöndunni.
Hitið ofninn 200 gráður og setjið smjör og hvítlauk í eldfast fat. Þegar ofninn
er orðinn passlega heitur þá er smjörið bráðnað og nú má setja bitana í fatið.
Bakið þetta í 20 mín.
Veiðið kjúklinginn nú upp úr fatinu ef þið viljið extra "krispý" nagga, setjið á bökunarpappír og bakið í ofninum í 5 mín í viðbót á háum hita. Góðir með heimatilbúnu mæjónesi, eða hamborgarasósu :)
 
Heimatilbúið mæjónes með kókosolíu:
 
2 egg eða 1 egg og eina rauðu ( við stofuhita )
220 ml  ólífuolía eða önnur olía að eigin vali
80 ml fljótandi kókosolía
2 msk eplaedik
1 tsk dijon sinnep
salt og pipar til að smakka til
 
Aðferð:
Setjið innihaldið í háa og mjóa skál.
Farið með töfrasprota ofan í skálina og þeytið varlega fyrst, lyftið upp sprotanum
öðru hverju og þá gerast undrin og mæjónesið
þeytist á nokkrum sekúndum.
Passa bara að hafa allt við stofuhita þegar byrjað er að gera mæjóið.
Má krydda meira, eða bara eftir smekk.
Setjið í lofttæmda krukku eða box og geymið í ískáp í allt að 2 vikur.
Gott að nota í túnfisksalatið og avocadomauk.
 

No comments:

Post a Comment