Friday, May 10, 2013

Pizza með þeyttum rjóma..!!

Það var á Tenerife fyrir nokkrum árum sem ég fékk að kynnast undarlegustu pizzutegund fyrr og síðar. Minnir að hún hafi verið kölluð "Mikky mouse" og var á matseðli snoturs pizzustaðar á ströndinni sem við dvöldumst á. Pizzan sú arna var s.s með beikoni, sveppum, osti og haldið ykkur .... þeyttum rjóma !! mig minnir að það hafi verið smá rauðlaukur líka svo ég prófaði að endurgera þessa með rjómaostabotninum úr bókinni hans Gunnars..og hún kemur sko á óvart. Gæti verið gott að léttsteikja rauðlaukinn með dálítilli stevíu til að ná fram sæta bragðinu á móti reyktu beikoninu og svo svalandi kremuðum rjómanum... nammmm eruð þið búin að þeyta rjómann ??
Sparidrykkurinn á þessum föstudegi var að þessu sinni nýtt stuff sem ég varð að prufukeyra, enda algjör gleypa á nýjungar. Stevíudrykkurinn frá NOW merkinu, Better Stevía og fæst í nokkrum bragðtegundum.
Gæti verið ljúft að blanda Lemon bragði út í gin.. susss ef þannig liggur á en gin og þurr vín eru talin betri kostur ef prakkarinn í okkur fær að ráða öðru hverju.
 
Það eru sætuefni í þessu, bragðefni og fleira en sykurlaus með öllu og því töluvert betri kostur en sætir kokteilar á við dísæta Mohitos ;) Þessi á mynd var með Granateplabragði og mjög ferskur með pizzunni góðu.
 

No comments:

Post a Comment